Enn ein sneypuför íslenska ríkisins í Strassborg Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. júní 2022 12:46 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður telur víst að nokkrir sinna umbjóðenda muni fara fram á endurupptöku á sínum málum. vísir/Rakel Ósk Íslenska ríkið hefur viðurkennt að hafa brotið gegn fólki í sextán málum sem voru til meðferðar hjá Mannréttindadómstól Evrópu vegna ólögmætrar skipunar dómara í Landsrétt. Lögmaður telur að dómstólinn sé þar með búinn að greiða úr öllum þeim málum sem lágu fyrir. Hann gerir ráð fyrir að nokkrir muni krefjast endurupptöku og segir lendinguna til minnkunar fyrir íslenska ríkið. Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“ Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira
Öll málin eru til komin vegna þess að einhver þeirra dómara sem Sigríður Á Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, skipaði á ólögmætan hátt í Landsrétt árið 2017 dæmdi í málum kærenda. Í byrjun mánaðarins gengu ákvarðanir í tveimur málum og í gær í fjórtán til viðbótar. Málin voru felld niður hjá dómstólnum gegn því að ríkið viðurkennir brot sín, greiðir um hálfa milljón í málskostnað í hverju þeirra, og samþykkir að fólk eigi rétt á endurupptöku. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður, gætir hagsmuna tólf kærenda sem hann segir að íhugi nú næstu skref og hvort farið verði fram á endurupptöku - sem fordæmi eru þegar komin fyrir. „Þannig ég reikna með að allir þeir sem lentu í því óláni að fá dóm hjá einhverjum af þeim fjórum dómurum sem voru ólöglega skipaðir muni fá endurupptöku hjá endurupptökudómi,“ segir Vilhjálmur. Alls konar mál eru undir, bæði einkamál og sakamál. Sumir hafa þegar afplánað dóm, aðrir bíða refsingar. „Ég myndi fastlega reikna með að farið verði fram á endurupptöku í að minnsta kosti sjö til átta af þessum málum sem ég var með. Ég held öruggulega að flestir þeirra sem eru með óskilorðsbundna fangelsisdóma og hafa ekki hafið afplánun muni fara fram á endurupptöku.“ Hvers eðlis eru þau mál? „Það er um að ræða í einhverjum tilvikum líkamsárás, skattalagabrot, kynferðisbrot, eitt spillingarmál. Þetta er öll flóran.“ Fari einhver þeirra sem hefur þegar lokið afplánun fram á endurupptöku, og verði dómi snúið við, telur Vilhjálmur ríkið bera ótvíræða skaðabótaskyldu. Hann telur að með þessum málum sé búið að greiða úr þeim málum sem fyrir liggja hjá dómstólnum. Vilhjálmur segir óskiljanlegt að ríkið hafi ekki fyrr rétt úr sáttarhönd. Íslenska ríkinu til minnkunar „Mér finnst það óskiljanlegt af íslensku ríkisvaldi að sýna ekki þá auðmýkt eftir öll þessi réttarbrot af hálfu íslensks ríkisvalds, þar sem allir handhafar ríksivaldsins bera ákveðna sök. Hvort sem það er Alþingi, framkvæmdavaldið, embætti forseta Íslands eða dómstólar, hefði það verið stórmannlegt og til fyrirmyndar af hálfu íslenska ríkisins að rétta út sáttarhönd og sætta þessi mál við þessa ríkisborgara sína sem brotið var á,“ segir Vilhjálmur. „En það var því miður ekki gert og þess vegna fer íslenska ríkið enn einu sinni í þessa sneypuför til Strassborgar með tilheyrandi lækkun á áliti Íslands í augum alheimsins.“
Landsréttarmálið Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Fleiri fréttir Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Sjá meira