„Kristján Loftsson búinn að einangrast“ Snorri Másson skrifar 24. júní 2022 12:33 Sigursteinn Másson segir hvalveiðar Íslendinga í raun bara hvalveiðar eins manns, Kristjáns Loftssonar. Mynd af hval er úr safni, en tveir hafa þegar veiðst á þessari vertíð. samsett Hvalbáturinn Hvalur 9 kom með fyrstu langreyðina á þessari vertíð að landi í Hvalfirði í morgun. Hún reyndist átján metra löng og veiddist djúpt út af Faxaflóa um miðjan dag í gær. Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands. Hvalveiðar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Hvalurinn var dreginn upp á vinnsluplan hvalstöðvarinnar á áttunda tímanum í morgun. Tók það starfsmenn Hvals hf. um fjórar klukkustundir að gera að honum og lauk því verki laust fyrir hádegi, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins segir hvalveiðarnar úrelta ævintýramennsku sem þjóni bara þrjóskukasti eins manns, Kristjáns Loftssonar. Heimilt er að veiða hátt í 200 hvali á Íslandsmiðum í sumar og Hvalur hf. er einn um hituna. Þar er Kristján Loftsson útgerðarmaður í stafni. Kristján Már Unnarsson fréttamaður ræddi við hann í vikunni: Ferðaþjónustan segir að þetta skaði ímynd Íslands og orðspor. Hefuðrðu áhyggjur af því? „Nei ég held að þeir skaði sig sjálfan sig bara mest með þessu kjaftæði. Ef þú skoðar tölurnar hjá þeim þá heldur þetta ekkert vatni hjá þeim. Ekki neitt,“ sagði Kristján Loftsson. „Heimurinn er á móti þessu“ Þetta er ekki óumdeilt. Ekki aðeins stríða hvalveiðar að mati náttúruverndarsamtaka gegn sjónarmiðum um vernd viðkvæmra dýrategunda, heldur er að auki óljóst hver markaðurinn er fyrir þessu. Sigursteinn Másson hefur lengi barist gegn hvalveiðum.Facebook „Ég get ekki séð að Kristján Loftsson, sem hefur á síðustu árum verið algerlega háður Rússum með flutning á kjötinu í gegnum Norður-Íshafið til Japan, að hann geti verið að fara sömu leið þar. Aðrar leiðir eru honum lokaðar,“ segir Sigursteinn Másson, ráðgjafi Alþjóðadýravelferðarsjóðsins og Hvalaskoðunarsamtaka Íslands. „Þannig að heimurinn er á móti þessu. Og hann er stöðugt á flótta við að reyna að koma þessu eitthvert,“ segir Sigursteinn. Kristján Loftsson að einangrast Sigursteinn segir eftirliti mjög ábótavant með þessum veiðum. Íslendingar séu eina þjóð heims sem enn stundi stórhvalaveiðar og raunar séu það ekki Íslendingar, heldur bara þessi eini maður. „Það er greinilegt að Kristján Loftsson er ekki bara búinn að einangrast á alþjóðavettvangi, sem hann hefur sannarlega gert, og þar með valdið Íslandi alls konar vandræðum í alþjóðastjórnmálum, heldur er hann líka búinn að einangrast innanlands. Þá er auðvitað bara spurningin hvort það þurfi ekki einhver að banka í öxlina á honum,“ segir Sigursteinn. Ágúst Ólafur Ágústsson fyrrverandi þingmaður skrifar að skrýtið sé að hér séu leyfðar stórhvalaveiðar á næststærsta dýri jarðar, sem notabene sé í útrýmingarhættu á heimsválista. Það gangi ekki að réttlæta veiðarnar með þeim rökum að hér við Íslandsstrendur sé nóg af hvölum. Það sé svipað því að réttlæta dráp á órangútönum í Borneo, því þar sé apana helst að finna. Hinn hvalbáturinn, Hvalur 8, hélt á hvalaslóð um 150 sjómílur suðvestur af Garðskaga í fyrradag. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hann einnig búinn að veiða hval og lagður af stað áleiðis til lands.
Hvalveiðar Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira