Alþingi endurskoðar málsmeðferð við veitingu ríkisborgararéttar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. júní 2022 12:03 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata segir mikilvægt að ferlið verði áfram virkt og til staðar. vísir/Arnar Mikilvægt er að heimildir Alþingis til veitingar ríkisborgararéttar verði ekki þrengdar við endurskoðun á fyrirkomulaginu segir þingmaður Pírata. Nefnd um breytingar á því hefur verið stofnuð og niðurstaða á að liggja fyrir í haust. Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís. Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira
Lögum samkvæmt geta útlendingar fengið ríkisborgararétt á tvo vegu. Annars vegar í gegnum Útlendingastofnun að uppfylltum ákveðnum skilyrðum og hins vegar í gegnum Alþingi en allsherjar- og menntamálanefnd fer þá í gegnum umsóknirnar. Samhliða því að málsmeðferðartími Útlendingastofnunar hefur lengst hafa fleiri verið að leita til Alþingis. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata í allsherjar- og menntamálanefnd, bendir á þetta hafi valdið miklum ágreiningi og leitt til þess að farið hafi verið fram á endurskoðun á málsmeðferð. „Með það fyrir augum að það verði skýrt að það ferli sé fyrir einstaklinga sem geta ekki og munu ekki geta uppfyllt skilyrði sem eru fyrir því að geta fengið ríkisborgararétt í gegnum Útlendingastofnun.“ Einungis þriðjungur fékk afgreiðslu Ferlið var mikið til umræðu í ár þar sem nefndin þurfti ítrekað að kalla eftir nauðsynlegum gögnum frá Útlendingastofnun til að afgreiða umsóknir. Af 71 umsókn sem barst tókst að lokum einungis að afgreiða um þriðjung þeirra. Staða þeirra sem fengu mál sitt ekki tekið fyrir verður þó óbreytt þar til umsóknir þeirra fá afgreiðslu - og þeim því ekki vísað úr landi. Á fundi nefndarinnar á dögunum var skipað í sérstaka undirnefnd sem Bryndís Haraldsdóttir þingmaður Sjálfstæðisflokks leiðir og Arndís situr í sem hefur það verkefni að endurskoða fyrirkomulagið til framtíðar. „Það sem stendur fyrst og fremst til að gera er að skýra það verklag sem Alþingi beitir. Vegna þess að eins og staðan er í dag er það mjög ógagnsætt og óskýrt og í rauninni eru engar leiðbeiningar,“ segir Arndís. Hún segir að Alþingi muni þó sem áður hafa frjálsar hendur um það hverjir frá ríkisborgararétt. Mikilvægt sé að skilyrði verði ekki þrengd með þessu. „Það er nógu þröngt nú þegar. Gríðarlega þröngt. Það eru ákaflega fáir sem fá ríkisborgararétt frá Alþingi. Ég legg mikla áherslu á að þetta ferli verði til staðar og verði virkt. Það er mikil þörf á því,“ segir Arndís.
Alþingi Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Sjá meira