Draga úr leit þar sem fáir vilja kanínurnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. júní 2022 22:45 Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins segir það hafa reynst erfitt að finna heimili fyrir kanínurnar. Vísir/Egill Sextíu kanínur sem tekist hefur að fanga í Elliðaárdalnum leita nú að framtíðarheimili en leitin hefur gengið hægt. Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Í byrjun árs hófst tilraunaverkefni sem gengur út á að fanga villtar kanínur í Elliðaárdalnum og finna fyrir þær heimili. Talið er að um tvö hundruð villtar kanínur séu í borginni. Verkefnið er á vegum Dýrahjálpar Íslands, Villikanína og Dýraþjónustu Reykjavíkur og hefur sjálfboðaliðum á þeirra vegum nú tekist að fanga hluta af þessum villtu kanínum. „Við erum komin með sextíu og þrjár kanínur. Þar af eru sem sagt fjórar þeirra heimiliskanínur sem hefur verið hent út,“ segir Gréta Sóley Sigurðardóttir verkefnastjóri kanínuverkefnisins. Kanínurnar hafa sumar hverjar verið í heimilisleit í nokkra mánuði.Vísir/Egill Flestum kanínunum hefur verið komið fyrir í húsnæði sem aðstandendur verkefnisins fengu tímabundið lánað. Reynt hefur verið að finna framtíðarheimili fyrir kanínurnar. Það hefur gengið hægt og aðeins tekist fyrir þrjár af þeim. Sextíu eru því enn heimilislausar. Sextíu og þrjár kanínur hafa verið fangaðar í Elliðaárdalnum.Vísir/Egill Þar sem fáir hafa verið tilbúnir að taka kanínurnar að sér til framtíðar hefur verið dregið úr leit að kanínum í dalnum. „Eins og er erum við ekki að taka inn í svona stórum hópum eins og við gerðum í byrjun en við erum í rauninni, við fylgjumst alltaf með niðri í dal, og á fleiri svæðum auðvitað líka. Við erum aðallega að einbeita okkur að sem sagt heimiliskanínum sem er hent út af því þær lifa ekki lengi eftir að þeim er hent út og svo erum við líka að fylgjast með hvort að þær séu særðar eða meiddar af því það er líka mikil neyð að koma þeim kanínum inn.“ Nokkrar af kanínunum eru heimiliskanínur sem sleppt hefur verið lausum í dalnum. Gréta segir þær lifa stutt þar þar sem baráttan sé hörð.Vísir/Egill Fréttina má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan
Reykjavík Dýr Gæludýr Tengdar fréttir Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31 Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20 Mest lesið Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Fleiri fréttir Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Sjá meira
Þjást í reykvískri náttúru en fjölga sér eins og kanínurnar sem þær eru Gælukanínur sem látnar eru lausar í Elliðaárdal hljóta oft grimmileg örlög eftir stutta dvöl í náttúrunni. Nú á samstillt átak að koma þeim í skjól, enda stofninn að stækka of hratt. 12. janúar 2022 22:31
Bjarga villtum kanínum og finna þeim gott heimili Nýstofnuð dýraverndarsamtök hafa fangað um áttatíu villtar kanínur síðustu mánuði. Stofnendur samtakanna segja að villtum kanínum líði almennt illa í náttúrunni og séu oft veikar. 16. júlí 2020 21:20