Lið í Kenía leikur í búningum Stjörnunnar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. júní 2022 08:01 Garden Ego FC í nýjum búningum sínum. Garden Ego FC Lið Garden Ego FC í Kenía leikur nú leiki sína í búningum Stjörnunnar. Geta leikmenn liðsins þakkað íslenska félaginu fyrir þessa veglegu gjöf en ekkert af þessu hefði gerst ef ekki væri fyrir Eric Ndayisaba. Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar. Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira
Stjarnan ákvað að aðstoða Eric Ndayisaba við að klæða heilt knattspyrnulið í Kenía. Eric nýtir sumarfrí sitt hvert ár í að vinna á heimili fyrir munaðarlausu ungmenni þar í landi og að þessu sinni kom hann færandi hendi. Rakel Svansdóttir, samstarfs- og vinkona Erics, greindi frá þessu í tveimur færslum á Facebook-síðu sinni. Fær Stjarnan mikið hrós fyrir aðstoðina sem og Eric fyrir ótrúlega góðmennsku sína. „Fyrir nokkrum dögum ræddum við Eric samstarfsmaður minn og vinur saman um sumarfríið sem væri handan við hornið. Hann sagðist alltaf eyða sínu sumarfríi í Kenía þar sem hann hjálpar til á heimili fyrir munaðarlaus börn og ungmenni. Hans hjálp væri að mestu tengd fótbolta sem er sameiginlegt áhugamál okkar,“ segir í fyrri færslu Rakelar sem birtist þann 10. júní síðastliðinn. Eric fyrir utan Stjörnuheimilið með búningana.Rakel Svansdóttir „Hann kaupir búninga, búnað og skó fyrir ungmennaliðið Garden Ego FC á hverju ári. Við ákváðum því að hafa samband við Stjörnuna til að athuga hvort þeir vildu aðstoða okkur með búninga á liðið. Þvílík gleði að fá strax já og í dag sóttum við hátt í 20 búninga sem Eric fer með til Kenía á morgun. Takk Stjarnan fyrir að láta gott af ykkur leiða, takk Guðný Ingunn fyrir hjálpina og takk Eric fyrir þitt stóra hjarta,“ segir að endingu í færslunni. Nokkrum dögum síðar, eða þann 18. júní, kom önnur færsla. Þar kom fram að Garden Ego FC hafi keppt sinn fyrsta leik í Stjörnubúningunum sem Eric fór með til Kenía. „Ég er svo stolt af þér vinur og þínu fallega hjarta. Sjá þessa flottu ungu menn að spila að mínu mati skemmtilegustu íþrótt heims. Takk aftur Stjarnan.“ Garden Ego FC í Stjörnubúningunum.Rakel Svansdóttir Frábært framtak og ljóst að búningarnir njóta sín betur í Kenía heldur en í kjallara Stjörnunnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Stjarnan Mest lesið Sprengdu upp hús foreldra rússneskrar íþróttastjörnu Sport Brynjar studdur af KSÍ en Willum af Sundsambandinu Sport „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Íslenski boltinn Fótboltamaður lést í upphitun Fótbolti Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Handbolti Bein útsending: Norðurlandamótið í hermiakstri Sport Sekt upp á sextíu milljónir króna fyrir að ná ekki vigt Sport „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti Chelsea upp í fjórða sætið Enski boltinn Fleiri fréttir Hollywood-liðið komið upp í B-deild Ismaila Sarr allt í öllu er Palace komst í úrslit Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Bayern kláraði sitt en Leverkusen seinkaði sigurhátíðinni María hetja dagsins en mark Ingibjargar dugði skammt Ræða það að hætta með framlengingar í Meistaradeildinni Súrt hjá bæði Sædísi og Vigdísi Lilju í toppslag Chelsea upp í fjórða sætið Harry Kane getur unnið langþráðan titil í dag Duke framherjinn kominn heim til Íslands og framlengdi við FH Real Madrid skrópaði á blaðamannafund en ætlar ekki að skrópa í leikinn Skoraði og ældi í leik á afmælisdaginn sinn Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Stálum öllu steini léttara frá helstu stöðunum í London“ Fótboltamaður lést í upphitun „Vilja allir spila fyrir Man United“ Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fyrsta deildartap PSG Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Tók Karólínu Leu stundarfjórðung að komast á blað Gunnar Jarl reif flautuna af hillunni Þýskt Íslendingalið gjaldþrota Cecilía örugg um silfrið eftir sigur í borgarslagnum Ancelotti skammaði Endrick fyrir trúðslæti inn á vellinum Læknir Maradona í réttarsalnum: Hann var mjög erfiður sjúklingur Fótboltafélagið inn á borð hjá dýraeftilitinu og matvælastofnun Frederik Schram aftur til Vals: „Enginn svekktari en Ömmi sjálfur“ Sjáðu vélina sem „saumar saman“ Laugardalsvöllinn Sjá meira