Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Atli Arason skrifar 20. júní 2022 21:00 Ryan Giggs fyrir utan réttarsalinn í Manchester í maí síðastliðnum. Christopher Furlong/Getty Images Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs. HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira
Þessi fyrrum leikmaður Manchester United hefur verið í launalausu leyfi sem landsliðsþjálfari frá því í nóvember 2020 eftir að hann var handtekinn vegna ásakana um ofbeldisbrot gagnvart fyrrverandi kærustu sinni. Giggs hefur ávallt neitað sök. Robert Page, tók tímabundið við sem landsliðsþjálfari. Bráðabirgðastjórinn Page gerði sér lítið fyrir og tryggði Wales sæti á sitt fyrsta heimsmeistaramót síðan 1958. Giggs er á leið í réttarsalinn þar sem hann segist ætla að einbeita sér að því að hreinsa nafn sitt af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann. Giggs vill ekki hafa truflandi áhrif á velska landsliðið og því ákvað hann sjálfur að stíga til hliðar sem landsliðsþjálfari. Velska landsliðið er á leiðinni á HM í KatarGetty Images „Eftir mikla íhugun hef ég ákveðið að segja starfi mínu sem landsliðsþjálfari lausu og mun uppsögnin taka gildi strax í dag,“ sagði Giggs í yfirlýsingu sem hann sendi á breska fjölmiðla. „Það hefur verið heiður að stýra þjóð minni en það er ekkert nema sanngjarnt gagnvart knattspyrnusambandinu, þjálfurum og leikmönnum að liðið fái að undirbúa sig fyrir heimsmeistaramótið án stanslausum vangaveltum um hver muni stýra liðinu á mótinu,“ bætti Giggs við. „Mín markmið eru að halda áfram þjálfarastörfum seinna meir en ég hlakka til þess að fylgjast með landsliði Wales úr stúkunni á HM,“ sagði fyrrum landsliðsþjálfari Wales, Ryan Giggs. Hægt er að lesa yfirlýsingu Giggs á vef Guardian. Knattspyrnusamband Wales þakkaði Giggs fyrir vel unnin störf í tilkynningu sem kom fljótlega í kjölfar yfirlýsingar Giggs.
HM 2022 í Katar Wales Mál Ryan Giggs Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Moyes hefur aldrei unnið leik á Anfield Í beinni: Liverpool - Everton | Barist um Bítlaborgina Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Potter undir mikilli pressu Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Sjá meira