Einstaklingur greindur með berkla á Landspítalanum Magnús Jochum Pálsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 18. júní 2022 19:12 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Landspítalans, segir ekki tilefni til að hafa áhyggur af berklasmitinu. Slík tilfelli komi reglulega upp. Vísir/Vilhelm Einn einstaklingur greindist með berkla á Landspítalanum fyrir helgi, samkvæmt Má Kristjánssyni, yfirlækni á smitsjúkdómadeild Landspítalans. Líklegt þykir að um fjölónæma berkla sé að ræða en þó sé ekkert tilefni til að hafa áhyggjur. Brugðist hefur verið við með viðunandi lyfjameðferð og einangrun. Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til. Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira
Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, greindi frá því í viðtali við Vísi í dag að einstaklingur hefði komið á spítalann fyrir helgi sem væri með berkla. Hins vegar væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur og brugðist hafi verið við með viðunandi hætti. Líklega fjölónæmir berklar Þá greindi Már frá því að vegna þess að einstaklingurinn væri frá landi þar sem tíðni fjölónæmra berkla er talsvert há væru tilteknar líkur á að um fjölónæma berkla væri að ræða. Hann vildi ekki tilgreina frá hvaða landi einstaklingurinn væri en sagði að fjölónæmir berklar væru víða um lönd, „til dæmis í Rússlandi, sumum Afríkuríkjum og sums staðar í Suðaustur-Asíu.“ Aðspurður um hvað aðgreindi fjölónæma berkla frá öðrum sagði Már að venjulegar meðferðir dygðu ekki eins vel á fjölónæma berkla þar sem þeir væru ónæmir fyrir fleiri lyfjum en aðrir berklar. „Venjulega notum við þrjú lyf í byrjun. Ef þú ert með ónæmi fyrir einu lyfinu, þá tölum við um ónæma berkla, en ef þú ert með ónæmi fyrir tveimur lyfjum, þá tölum við um fjölónæmi. Það krefur okkur um notkun fleiri lyfja sem eru ekki jafn öflug og þau sem eru venjulega notuð,“ sagði Már um lyfjameðferð við fjölónæmum berklum. Að lokum sagði hann að þetta smit væri ekki tilefni til að hafa áhyggjur, þetta væri eitthvað sem kæmi alltaf upp af og til.
Heilbrigðismál Landspítalinn Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Sjá meira