Ísland gegni enn mikilvægu hlutverki fyrir NATO í Norður-Atlantshafi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. júní 2022 23:47 Stephen G. Mack aðstoðaraðmíráll og Ad van de Sande sjóliðsforingi kynntu kafbátaleitaræfingu NATO fyrir fréttamönnum um borð í einu skipanna í dag. Vísir/Einar Herskip frá sex NATO-ríkjum taka nú þátt í kafbátarleitaræfingu sem fer fram í Norður-Atlantshafi næstu tvær vikur. Aðstoðaraðmíráll segir Ísland gegna mikilvægu hlutverki fyrir NATO. Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“ NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Kafbátaleitaræfingin Dynamic Mongoose fer fram á tveggja ára fresti og hefur verið haldin síðan 2012. Ísland og Noregur skiptast á að vera gistiríki hennar en Noregur gegnir því hlutverki að þessu sinni. Bein þátttaka Íslands í æfingunni er því takmörkuð þetta árið. Herskip úr fastaflota Atlantshafsbandalagsins hafa þó verið við landið undanfarna daga til að stilla saman strengi fyrir æfinguna og sinna lokaundirbúningi. Flotinn mun halda út á Noregshaf í dag þar sem hann verður við æfingar til 24. júní. Herflotinn er nú á siglingu norður í Noregshaf þar sem æfingin fer fram næstu daga.Vísir/Einar „Markmið ofansjávarflotans, sem ég stjórna, er að æfa og verða betri í kafbátavörnum. Æfingin stendur í um tvær vikur. Skipin mín halda hópinn. Þessi sjö skip úr flotadeildinni vinna saman á Norður-Atlantshafinu á okkar starfssvæði,“ segir Ad van de Sand, sjóliðsforingi. Kafbátavirkni um allan heim hafi aukist á undanförnum árum. „Við höfum vissulega fylgst með kafbátaferðum í Norður-Atlantshafi og um allan heim og það er ótvírætt að kafbátavirkni fer vaxandi,“ segir Stephen G. Mack, aðstoðaraðmíráll. Eitt herskipa NATO við Sundahöfn í Reykjavík í morgun.Vísir/Einar Mikilvægt sé að NATO sé tilbúið til að bregðast við þurfi þess. „Hvað kafbátavarnir varðar munum við halda áfram að hafa NATO algerlega viðbúið öllu sem NATO þarf að bregðast við,“ segir Mack. Ísland gegni mikilvægu hlutverki fyrir NATO. „Ég held að Ísland muni alltaf gegna hernaðarlegu lykilhlutverki vegna landfræðilegrar legu landsins, hins nána samstarfs sem við höfum og þess stuðnings sem við fáum.“
NATO Hernaður Öryggis- og varnarmál Utanríkismál Mest lesið „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent