Nauðgunarmálsókn gegn Ronaldo vísað frá dómi Árni Sæberg skrifar 11. júní 2022 18:01 Cristiano Ronaldo leikur með Manchester United á Englandi. Martin Rickett/PA Images via Getty Images Málsókn Kathryn Mayorga á hendur knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo hefur verið vísað frá dómi í Las Vegas í Bandaríkjunum. Mayorga sakaði Ronaldo um að hafa nauðgað henni í borginni árið 2009. Hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur. Það var í lok september árið 2018 sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Saksóknarar í Las Vegas ákváðu að ákæra Ronaldo ekki þegar Mayorga tilkynnti lögreglu meintu nauðgunina. Eftir að hún steig fram opinberlega var málið tekið til rannsóknar á ný en fellt niður endanlega árið 2019. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo þar sem hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur, eða um 3,3 milljarða króna. Meðal málsástæðna hennar var að hún hafi ekki verið hæf til að samþykkja þagnarskyldusamning árið 2009 enda hefði hún glímt við námsörðuleika sem barn. Dómarinn í málinu ákvað að vísa málinu frá af réttarfarsástæðum en hann sagði lögmann Mayorga hafa nýtt sér stolin og lekin gögn í annarlegum tilgangi. Það hafi litað málflutning hennar svo mikið að engin önnur leið væri fær en að vísa málinu frá dómi, að því er segir í frétt AP um málið. Kynferðisofbeldi Bandaríkin Fótbolti Tengdar fréttir Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Cristiano Ronaldo segir árið 2018 það versta Cristiano Ronaldo segir að nauðgunar ásakanirnar sem bornar voru upp á hann á síðasta ári gerðu það að verkum að það ár væri það versta á ferlinum. 22. ágúst 2019 08:00 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Mælt með að nauðgunarmáli gegn Ronaldo verði vísað frá Dómari í Bandaríkjunum mælir með því að einkamál konu gegn Cristiano Ronaldo vegna nauðgunar verði vísað frá dómi. Lögmaður knattspyrnumannsins fagnar tillögunni. 8. október 2021 12:05 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Það var í lok september árið 2018 sem Mayorga steig fram í viðtali við þýska blaðið Der Spiegel þar sem hún sakaði Cristiano Ronaldo um að hafa nauðgað sér. Hin meinta nauðgun á að hafa átt sér stað árið 2009 og á Ronaldo að hafa greitt henni um 43 milljónir króna árið 2010 fyrir að segja ekki frá málinu opinberlega. Saksóknarar í Las Vegas ákváðu að ákæra Ronaldo ekki þegar Mayorga tilkynnti lögreglu meintu nauðgunina. Eftir að hún steig fram opinberlega var málið tekið til rannsóknar á ný en fellt niður endanlega árið 2019. Mayorga höfðaði þá einkamál gegn Ronaldo þar sem hún fór fram á 25 milljónir dollara í skaðabætur, eða um 3,3 milljarða króna. Meðal málsástæðna hennar var að hún hafi ekki verið hæf til að samþykkja þagnarskyldusamning árið 2009 enda hefði hún glímt við námsörðuleika sem barn. Dómarinn í málinu ákvað að vísa málinu frá af réttarfarsástæðum en hann sagði lögmann Mayorga hafa nýtt sér stolin og lekin gögn í annarlegum tilgangi. Það hafi litað málflutning hennar svo mikið að engin önnur leið væri fær en að vísa málinu frá dómi, að því er segir í frétt AP um málið.
Kynferðisofbeldi Bandaríkin Fótbolti Tengdar fréttir Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06 Cristiano Ronaldo segir árið 2018 það versta Cristiano Ronaldo segir að nauðgunar ásakanirnar sem bornar voru upp á hann á síðasta ári gerðu það að verkum að það ár væri það versta á ferlinum. 22. ágúst 2019 08:00 Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44 Mælt með að nauðgunarmáli gegn Ronaldo verði vísað frá Dómari í Bandaríkjunum mælir með því að einkamál konu gegn Cristiano Ronaldo vegna nauðgunar verði vísað frá dómi. Lögmaður knattspyrnumannsins fagnar tillögunni. 8. október 2021 12:05 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Innlent Fleiri fréttir Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Sjá meira
Nauðgunarmál á hendur Ronaldo fellt niður Saksóknarar töldu nægilegar sannanir fyrir meintri nauðgun ekki vera til staðar. 22. júlí 2019 20:06
Cristiano Ronaldo segir árið 2018 það versta Cristiano Ronaldo segir að nauðgunar ásakanirnar sem bornar voru upp á hann á síðasta ári gerðu það að verkum að það ár væri það versta á ferlinum. 22. ágúst 2019 08:00
Nauðgunarkæra gegn Cristiano Ronaldo felld niður Ekki kemur fram í dómskjölum hvort að Ronaldo hafi gert sátt við konu sem sakaði hann um nauðgun í Las Vegas fyrir tíu árum. 5. júní 2019 08:44
Mælt með að nauðgunarmáli gegn Ronaldo verði vísað frá Dómari í Bandaríkjunum mælir með því að einkamál konu gegn Cristiano Ronaldo vegna nauðgunar verði vísað frá dómi. Lögmaður knattspyrnumannsins fagnar tillögunni. 8. október 2021 12:05