Barátta tveggja fylkinga fram undan - Poulter ætlar að áfrýja Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 22:59 Ian Poulter viðraði skoðun að golfhringnum loknum í kvöld. Vísir/Getty Útlit er fyrir baráttu tveggja fylkinga sem myndast hafa í golfheiminum. Annars vegar þeirra sem standa að PGA-mótaröðinni og spila þar og hins vegar forráðamanna LIV Golf og þeirra sem taka þátt í boðsmótum á vegum þeirra. Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar. Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Enski kylfingurinn Ian Poulter hyggst áfrýja úrskurði forráðamanna PGA-mótaraðarinnnar um að vísa honum og 16 öðrum kylfingum úr keppni á mótaröðinni. Eins og greint var frá á Vísi fyrr í kvöld var kylfingum vísað úr PGA-mótaröðinni vegna þátttöku þeirra á boðsmóti á vegum LIV Golf en mótið hófst í nágrenni Lundúna í kvöld. Boðsmót LIV Golf, sem eru fjármögnuð af sádí-arabískum fjárfestingarhópi hafa klofið golfheiminn i tvennt og þeir kylfingar sem þáðu boð Sádana hafa verið spurðir siðferðislegra spurninga í aðdraganda mótsns í vikunni. Þannig er verðlaunaféð á boðsmóti LIV Golf í Lundúnum það hæsta í sögunni og frægustu kylfingarnir á mótinu taldir hafa fengið himinháar upphæðir bara fyrir að taka þátt. Stærstu stjörnurnar á LIV-mótinu voru Phil Mickelson, Dustin Johnson, Lee Westwood, Sergio Garcia og Graeme McDowell. Þeir fjórir síðastnefndu höfðu allir hætt keppni á PGA-mótaröðinni til þess að geta keppt á LIV-mótaröðinni. Það gerði Mickelsson ekki og sömu sögu er að segja af Poulter sem er allt annað en sáttur við ákvörðun forráðamanna PGA-mótaraðarinnar. „Ég hef í gegnum tíðina spilað á fullt af alls konar mótum samhliða PGA-mótaröðinni og ég sé ekki að þessi viðburður (LIV-mótið) sé á nokkurn hátt frábrugðið þeim mótum. Það er leitt að forráðamenn PGA-mótaraðarinnar séu ekki sama sinnis. Þessi ákvörðun á ekki við rök að styðjast og ég mun áfrýja henni," sagði Poulter í Lundúnum í kvöld. Kylfingar hafa leitað til lögfræðinga Svo virðist sem óumflýjanlegt sé að að lagaleg barátta milli LIV Golf og PGA-mótaraðarinnar sé fram undan en forsvarsmenn LIV Golf sögðu í tilkynningu í kvöld að þeir hefðu ekki sagt sitt síðast orð og myndu svara ákvörðun PGA með formlegum hætti á næstu dögum. Graeme McDowell sagði í samtali við fjölmiðla í kvöld að hann hefði leitað lögfræðilegs álits síðustu daga og vikur og að hans mati væri verið að brjóta tveggja áratuga venju um að kylfingar geti tekið þátt á boðsmótum víðs vegar um heim. Þannig telji McDowell og aðrir kylfingar sem hann hafi rætt við að þeim eigi að vera frjálst að gera sjálfstæða samninga um þátttöku á mótum utan PGA-mótararaðarinnar samhliða því að spila þar.
Golf LIV-mótaröðin Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Meiddist hroðalega en fór hlæjandi af velli Sport Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira