Salah og Kerr þóttu standa upp úr Hjörvar Ólafsson skrifar 9. júní 2022 20:14 Mohamed Salah fékk í kvöld enn eina rósina í hnappagat sitt. Vísir/Getty Samtök atvinnufóboltafólks, PFA, kunngjörðu í kvöld hvaða leikmenn urðu hlutskarpastir í kosningu um leikmann ársins á nýloknu keppnistímabili í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta karla og kvenna. Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City. Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira
Mohamed Salah, leikmaður Liverpool, og Sam Kerr, sem leikur fyrir Chelsea voru valin bestu leikmenn tímabilsins. Salah varð ásamt Son Heung-Minm markahæstur í ensku úrvalsdeildinni karlamegin með 23 mörk en Salah gaf einnig 13 stoðsendingar á samherja sína hjá Liverpool sem höfnuðu í öðru sæti deildarinnar. Sam Kerr er fyrsta ástralska fótboltakonan sem fær téð verðlaun. Vísir/Getty Kerr skoraði svo mest í kvennaflokki en 20 mörk hennar áttu ríkan þátt í því að Chelsea varð enskur meistari. Chelsea vann einnig enska bikarinn á síðustu leiktíð. Manchester City átti svo besta unga leikmanninn bæði í karla- og kvennaflokki. Phil Foden hlaut þá nafnbót annað árið í röð og Lauren Hemp fjórða árið í röð. Salah varð í kvöld níundi leikmaðurinn til þess að vera kjörinn besti leikmaðurinn af samtökum atvinnufólks tvisvar sinnum en áður höfðu Mark Hughes, Alan Shearer, Thierry Henry, Gareth Bale, Kevin de Bruyne, Lucy Bronze og Fran Kirby náð þeim áfanga. Liverpool átti svo sex fulltrúa í liði leiktíðarinnar hjá körlunum en einungis tveir leikmenn liðsins eru ekki leikmenn Manchester City eða Liverpool. Liðið er þannig skipað: Mark: Alisson Becker, Liverpool Vörn: Trent Alexander-Arnold, Liverpool, Virgil van Dijk, Liverpool, Antonio Rüdiger, Chelsea, Joao Cancelo, Manchester City. Miðja: Kevin De Bruyne, Manchester City, Thiago Alcantara, Liverpool, Bernardo Silva, Manchester City. Sókn: Mohamed Salah, Liverpool, Cristiano Ronaldo, Manchester United, Sadio Mané, Liverpool. Lið ársins hjá konunum samanstendur svo af eftirtöldum leikmönnum: Mark: Ann-Katrin Berger, Chelsea Vörn: Ona Batlle, Manchester United, Millie Bright, Chelsea, Leah Williamson, Arsenal, Alex Greenwood Manchester City. Miðja: Kim Little, Arsenal, Caroline Weir, Manchester City, Guro Reiten, Chelsea. Sókn: Vivianne Miedema, Arsenal, Sam Kerr, Chelsea, Lauren Hemp, Manchester City.
Enski boltinn Mest lesið Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Handbolti Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Enski boltinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ Fótbolti Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Fótbolti Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Enski boltinn Fleiri fréttir „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Tólfta jafntefli Juventus sem hefur ekki enn tapað deildarleik Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Vinícius Júnior gæti keypt sér fótboltafélag Sjá meira