Unnið er að smitrakningu í tengslum við fyrstu tilfelli apabólu sem hafa nú greinst hér á landi. Við ræðum við sóttvarnalækni um málið en tengsl eru á milli mannanna tveggja sem greindust með sjúkdóminn í gær.
Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að sem betur fer verði ekkert af skerðingum réttinda útlendinga að sinni eftir að dómsmálaráðherra dró útlendingafrumvarp sitt til baka á Alþingi í dag. Við fjöllum um málið og verðum í beinni frá Alþingi þar sem unnið er að því að ná samkomulagi um þinglok.
Þá fylgjumst við með skráningu Ölgerðarinnar á markað og verðum í beinni frá óhefðbundinni listasýningu sem verður opnuð í kvöld.
Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.