Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Árni Sæberg skrifar
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttir eru á sínum stað klukkan 18:30.

Varnarmálaráðherrar norður Evrópu sögðu á fundi í Reykjavík í dag algera samstöðu ríkja um að Pútin verði að tapa stríðinu í Úkraínu. Utanríkisráðherra Lettlands segir vestræna leiðtoga ekki eiga að velta fyrir sér hvernig Pútin líði og undirbúa sig fyrir langt stríð. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Einnig verður rætt við úkraínska fjölskyldu sem var föst í hrikalegum aðstæðum í Maríupól í rúman mánuð en er nú komin til Íslands.

Þá verðum við í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem eldhúsdagsumræður fara fram í kvöld.

Við förum einnig yfir atburði dagsins í Berlín en kennari sem var með skólahóp í ferðalagi lést og nokkrir eru slasaðir eftir að ökumaður ók inn í hóp fólks á verslunargötu. Auk þess verðum við í beinni frá vorhátíð í Breiðagerðisskóla þar sem nemendur fagna skólalokum og kíkjum á fána sem íslenskar konur eru að prjóna fyrir tívolíið í Kaupmannahöfn.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×