Fær eina og hálfa milljón vegna aðgerða lögreglu í vændismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 11:18 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða karlmanni 1,5 milljónir króna í bætur vegna umfangsmikilla rannsóknaraðgerða og þvingunarráðstafana í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins, sem tengdust meðal annars vændi. Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira