Fær eina og hálfa milljón vegna aðgerða lögreglu í vændismáli Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júní 2022 11:18 Dómur í málinu féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Íslenska ríkið þarf að greiða karlmanni 1,5 milljónir króna í bætur vegna umfangsmikilla rannsóknaraðgerða og þvingunarráðstafana í tengslum við rannsókn lögreglu á meintum brotum mannsins, sem tengdust meðal annars vændi. Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins. Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira
Málið má rekja til þess að þann 16. janúar 2019 samþykkti Héraðsdómur Reykjaness að fjarskiptafyrirtækjum yrði gert skylt að veita Lögreglunni á Suðurnesjum fjarskiptaupplýsingar tengdar símtækjum og númerum mannsins, auk þess að heimild fékkst til að hlusta á og hljóðrita símtök og samtöl við talhólf, sem og sms-sendingar úr símtækjum mannsins. Var þetta gert í tengslum við rannsókn á innflutningi á fíkniefnum sem tilkynning hafði borist um að maðurinn stæði fyrir. Síðar sama ár var maðurinn úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna rannsóknar lögreglu á meintum kynferðis- og ofbeldisbrotum hans, auk brota tengdu vændi og mansali. Kom fram í gæsluvarðhaldsúrskuldi að hin meintu brot hafi beinst gegn eiginkonu hans, sem hafi kært brotin. Maðurinn var meðal annar vistaður í einangrun vegna rannsóknar málsins, auk þess sem framkvæmd var húsleit á heimili foreldra hans, heimili hans og eiginkonunnar. Þá fóru lögreglumenn á vinnustað hans. Að auki var lagt hald á farsíma, tölvur og ýmsan tölvubúnað í eigu mannsins. Krafðist fimmtán milljóna Rannsókn málsins var felld niður í júní 2020. Gerði maðurinn þá kröfu um að greiðslu skaða- og miskabóta. Alls krafðist maðurinn 15,1 milljón króna í skaða- og miskabætur frá ríkinu vegna málsins. Byggði hann það meðal annars á því að rannsóknaraðgerðir lögreglu hafi verið óvenju umfangsmiklar. Þá taldi hann sig hafa orðið fyrir tekjutapi vegna rannsóknar málsins, ekki síst þar sem honum hafi verið boðið að koma aftur til starfa á vinnustað sónum á skertum launum, en svo verið sagt upp. Taldi hann að ríkið bæri ábyrgð á tekjutapi og atvinnumissi. Íslenska ríkið mótmælti kröfu mannsins og benti á að rannsóknin hafi verið mikil umfangs. Þá hafi maðurinn sjálfur stuðlað að þeim aðgerðum sem lögregla réðist í. Þá væri það ósannað að maðurinn hafi verið rekinn úr starfi sínu af engum öðrum sökum en vegna aðgerða lögreglu. Ósannað að rekja mætti atvinnumissi til aðgerða lögreglu Féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á það að maðurinn ætti rétt á miskabótum frá íslenska ríkinu vegna aðgerða lögreglu. Ekki var þó talið að manninum hafi tekist að sýna fram á orsakatengsl á milli aðgerða lögreglu og fjártjóns vegna atvinnumissis. Var skaðabótakröfu mannsins því hafnað. Var íslenska ríkið því dæmt til að greiða manninum 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna málsins.
Dómsmál Lögreglan Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin Sjá meira