Úkraínsku meistararnir gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 8. júní 2022 07:00 Motor Zaporozhye gæti fengið að taka þátt í þýski B-deildinni í handbolta. Dmytro Smolyenko/ Ukrinform/Barcroft Media via Getty Images Úkraínsku meistararnir í handbolta, Motor Zaporozhye, gætu tekið þátt í þýsku B-deildinni á næsta tímabili, án þess þó að taka þátt í deildarkeppninni sjálfri. Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu. Þýski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Frá þessu er greint á handboltamiðlinum Handball-World, en deildarkeppnin í Úkraínu hefur legið í dvala eftir að Rússar réðust inn í landið í lok febrúar. Þetta yrði gert til að liðsmenn Motor Zaporozhye gætu haldið sér í leikformi fyrir átökin í Meistaradeild Evrópu þar sem liðið hefur verið með fast sæti síðan tímabilið 2013-2014. Samkvæmt heimildum handboltamiðilsins íhugar þýska handknattleikssambandið það nú fyrir alvöru að veita Motor Zaporozhye einhverskonar gestasæti í þýsku B-deildinni. Félagið þurfti að draga sig úr keppni í Meistaradeildinni á þessu tímabili sökum stríðsins í heimalandinu, en liðið gæti þó fengið keppnisrétt á næsta tímabili í gegnum svokallað „Wildcard“. Úkraínska liðið myndi þá leika heimaleiki sína í Þýskalandi og halda sér í leikformi með því að spila í þýsku B-deildinni. The Ukranian top club Motor Zaporozhye may be able to participate in the 2nd Bundesliga next season. And maybe after all also the EHF Champions League. Great news!https://t.co/azHbGN7GxR#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) June 7, 2022 Fækkun liða gæti reynst happafengur fyrir Zaporozhye Ástæðan fyrir því að þessi möguleiki er fyrir hendi er sú að nú er unnið í því að fækka liðum í þýsku B-deildinni. Á nýafstöðnu tímabili voru 20 lið í deildinni, en þrjú lið féllu á meðan aðeins tvö fóru upp í úrvalsdeildina. Á næsta tímabili verður liðunum svo fækkað niður í 18. Þar sem að 19 lið verða í deildinni á næsta tímabili þýðir það að eitt lið situr hjá í hverri umferð. Það myndi gefa Zaporozhye tækifæri til að spila gegn því liði þá vikuna og koma þannig í veg fyrir að eitt lið lendi í langri pásu á milli leikja. Motor Zaporozhye gæti þó ekki beint tekið þátt í þýsku B-deildinni af lagalegum ástæðum. Leikir liðsins gegn þýsku liðunum myndu ekki telja til stiga í deildarkeppninni. Þetta fyrirkomulag myndi þó gefa þýsku liðunum einn auka heimaleik á næsta tímabili. Eitt auka tækifæri til að spila fyrir framan sína stuðningsmenn og á sama tíma beina athyglinni að þeim atburðum sem nú eiga sér stað í Úkraínu.
Þýski handboltinn Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira