Magnús Hlynur mætti óvænt í Stykkishólm Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 5. júní 2022 12:15 Magnús Hlynur Hreiðarsson, fréttamaður, sem er á ferð um landið í sumar í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem sýndar verða á Stöð 2 og fara svo líka inn á Vísi. Einkasafn Hvar er Magnús Hlynur? Já, það var spurning gærkvöldsins í fréttum Stöðvar 2, því hann er á hringferð um landið í þeim tilgangi að sækja jákvæðar og skemmtilegar fréttir, sem við fáum að sjá öll laugardagskvöld í júní og júlí í fréttatímum Stöðvar 2 og á Vísi. Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Það er svo ótrúlega gaman að koma í Stykkishólm því þar er allt svo snyrtilegt og fínt, enda mikil metnaður hjá íbúunum að viðhalda húsum og görðum sínum vel. Bæjarfélagið lætur heldur ekki sitt eftir liggja. Gömlu húsin í Stykkishólmi eru sér kapítuli út af fyrir sig því þau eru svo glæsileg og heilla alla, sem þangað koma. Stykkishólmsbær og Helgafellssveit voru að sameinast og nýtt sveitarfélag tók formlega til starfa 29. maí. Íbúarnir eru þá tæplega 1300. Stykkishólmur er fallegt og vinsælt bæjarfélag.Mats Wibe Lund „Stykkishólmur er ferðamannabær, gamall fiskistaður og verslunarstaður. Við erum með ríka hefð fyrir verndun gamalla húsa, við hófum þá vegferð 1978. bæjarmyndin er mjög sterk og falleg og einkennist af þessum gömlu húsum,“ segir Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi Íbúðarhúsum fjölgað „Við höfum verið að fjölga íbúðarhúsum í Stykkishólmi, þeim hefur fjölgað um 20 til 30 á síðustu fjórum til fimm árum. Við erum að stækka leikskólann, vorum að klára það núna á þessu ári, þannig að hér er bara framtíðin björt,“ bætir bæjarstjórinn við. En hvernig er með íbúðaverðið? „Við erum með töluvert hátt fasteignaverð hér í Stykkishólmi samanborið við marga aðra staði á landsbyggðinni, þannig að það sýnir það hversu eftirsóknarvert er að búa hér í Stykkishólmi meðal annars,“ segir Jakob Björgvin. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri í Stykkishólmi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Nunnurnar í Stykkishólmi hafa allt sett skemmtilegan brag á bæjarfélagið. „Já, nunnurnar eru búnar að vera hérna með okkur í langan tíma og var náttúrulega grunnur þess að hér var byggður spítali 1936. Þær hafa búið með okkur hérna síðan,“ segir bæjarstjórinn. Húsin í Stykkishólmi eru mjög falleg og vel viðhaldið, alveg til fyrirmyndar.Magnús Hlynur Hreiðarsson íbúar virðast almennt vera mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt. „Það er bara fallegasti bær í heimi, það er bara svoleiðis, lang flottastur. Okkur líður öllum vel hér, sérstaklega mér, aðal Hólmarinn. Ég er númer eitt, það er alveg pottþétt,“ segir Jón Beck Agnarsson, bæjarverkstjóri kátur í bragði. „Þetta er mjög gott samfélag, það er samheldið. Það er stutt að fara í náttúruna, út að ganga, fuglalífið hérna er alveg dásamlegt. Þjónusta er líka mjög góð, það er allt hérna, sem við þurfum,“ segir Sigrún Þórsteinsdóttir, leikskólastjóri í Stykkishólmi. „Það besta við Stykkishólminn er nálægðin við sjóinn hérna og eyjarnar. Það er bara hvergi betra að eyða deginum heldur en akkúrat í siglingu um eyjarnar hérna á Breiðafirði, það er ekkert betra,“ segir Kristján Lár Gunnarsson, íbúi í Stykkishólmi. En hvað segja krakkarnir í Stykkishólmi, hvernig er að búa á staðnum? „Þetta er skemmtilegur bær og oft dálítið gott veður,“ segir Sigurrós Arna Thoroddsen, 9 ára. „Náttúran er fallegust og það er gaman að eiga heima hérna, fullt af krökkum, tónlistarskólinn og íþróttahúsið,“ segir Valdís Helga Alexandersdóttir, 11 ára. „Sundlaugin er best og svo er þetta rosalega skemmtilegur bær og góðir krakkar,“ segir Hugrún María Hólmgeirsdóttir, 11 ára. Krakkarnir í Stykkishólmi eru mjög ánægðir með bæjarfélagið sitt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Stykkishólmsbæjar
Stykkishólmur Hvar er Magnús Hlynur? Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira