Fævý, Adele og Hlýja en enginn Senjor Eiður Þór Árnason skrifar 3. júní 2022 16:31 Valmöguleikum valkvíðinna foreldra fjölgar ört. Getty/KatarzynaBialasiewicz Fævý, Stinne, Hlýja og Adele eru meðal þeirra eiginnafna sem samþykkt voru á seinasta fundi mannanafnanefndar og færð á mannanafnaskrá. Nöfnin Ísjak og Senjor hlutu þó ekki náð fyrir augum nefndarinnar. Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki. Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Meðal skilyrða fyrir samþykki eiginnafna eru að þau geti tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafi unnið sér hefð í íslensku máli, þau brjóti ekki í bága við íslenskt málkerfi og séu rituð í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti. Þá mega eiginnöfn ekki eiga á hættu á að vera nafnbera til ama að mati mannanafnanefndar. Millinöfn skulu dregin af íslenskum orðstofnum eða hafa áunnið sér hefð í íslensku máli en mega ekki hafa nefnifallsendingu. Nöfn sem aðeins hafa unnið sér hefð sem annað hvort eiginnöfn karla eða eiginnöfn kvenna eru ekki heimil sem millinöfn og þá mega millinöfn ekki heldur vera nafnbera til ama. Nýjustu úrskurðir mannanafnanefndar hafa verið birtir á vef Stjórnarráðsins. Eftirfarandi nöfn voru samþykkt á fundi nefndarinnar þann 24. maí Eiginnafnið Sæmey (kvk.) Eiginnafnið Þórunnbjörg (kvk.) Eiginnafnið Fævý (kvk.) Eiginnafnið Stinne (kvk.) Eiginnafnið Jökli (kk.) Eiginnafnið Vin (kvk.) Eiginnafnið Emmi (kk.) Millinafnið Skipstað Eiginnafnið Omel (kk.) Eiginnafnið Esi (kk.) Eiginnafnið Hlýja (kvk.) Eiginnafnið Jónborg (kvk.) Eiginnafnið Jonna (kvk.) Eiginnafnið Sprettur (kk.) Eiginnafnið Adele (kvk.) Eiginnafnið Kenya (kvk.) Eiginnafnið Ray (kk.) Eiginnafnið Klöpp (kvk.) Eftirfarandi nöfnum var hafnað Eiginnafnið Ísjak (kk.) Eiginnafnið Senjor (kk.) Brjóti í bága við íslenskt málkerfi Hvort sem nafnið Ísjak er ný ritmynd rótgróna nafnsins Ísak, samanber rökstuðning umsækjanda, eða samsett úr orðinu ís og stofnmyndinni jak samræmist nafnið að mati mannanafnanefndar ekki því skilyrði að nafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Því var aðeins hægt samþykkja nafnið ef hefð væri fyrir því en nafnið birtist hvorki í þjóðskrá né manntölum frá 1703-1920. Var nafninu því hafnað. Í tilfelli Senjor reyndi á það skilyrði að eiginnafn megi ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Eiginnafnið Senjor er samhljóða spænska orðinu senjor, sem merkir herra á íslensku. Fram kemur í úrskurði mannanafnanefndar að ekki sé hefð fyrir því að ávarpsorð, innlend eða erlend, eins og frú, fröken eða herra séu notuð sem eiginnöfn í íslensku. Taldi mannanafnanefnd ljóst, miðað við hefðir íslensks máls, að mannanöfn af þessu tagi væru ekki í samræmi við þær reglur sem unnið hafi sér hefð í íslensku máli. Þannig væri aðeins unnt að fallast á nafnið ef það hefði áunnið sér hefð í íslensku máli. Niðurstaða nefndarinnar var sú að svo væri ekki.
Mannanöfn Tengdar fréttir Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34 Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10 Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51 Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Tangi, Jóda og Hafsjór fá grænt ljós hjá mannanafnanefnd Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Tangi, Jóda, Hafsjór, Theadór, Benni, Rayna, Denný, Dolma, Alpa, Gaja, Baltazar, Eia og Adríanna. 27. apríl 2022 11:34
Mannanafnanefnd samþykkir Nieljohníus, Villiblóm og Paradís Mannanafnanefnd hefur nú samþykkt eiginnöfnin Nieljohníus, Diddi, Karna, Paradís, Amarie, Villiblóm, Hildís, Þórunnborg, Mattheó, Ivan og Ýda. 23. mars 2022 18:10
Í lagi að heita Haffý, Lúgó og Bæssam en ekki Laxdal Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnöfnin Myrkey, Sólmáni, Haffý, Fjara, Lóley, Lúgó, Jöklar, Brim og Rósmar. Einnig Bæssam, Viola, Chris og Issa. 21. janúar 2022 06:51
Hryssan fær að heita Lán eftir allt saman Hryssa Þebu Bjartar Karlsdóttur, símsmíðameistara og hestaeiganda á Austurlandi, fær að heita Lán eftir allt saman. Hestanafnanefnd samþykkti beiðni Þebu um skráningu á nafninu í dag eftir að hafa hafnað því. 30. nóvember 2021 19:22