Ekki eðlilegt að nýr sólpallur hækki skatt á nágrannann Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 1. júní 2022 11:43 Elliði Vignisson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Ölfuss. Magnús Hlynur Hreiðarsson Sveitarstjóri Ölfuss segir fasteignagjöld ósanngjarnan skatt í eðli sínu og telur að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. Lækka þurfi skatta á heimilin í landinu. Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“ Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira
Fasteignamat ársins 2023 var birt í gær en heildarmat fasteigna á Ísland hækkar um 19,9 prósent frá yfirstandandi ári. Fasteignaskattur í Reykjavík er 0,18 prósent af fasteignamati íbúðarhúsnæðis. Í Kópavogi 0,20 prósent, 0,31 prósent í Ölfusi og 0,56 prósent á Ísafirði. Sveitarfélög munu mörg bregðast við hækkuninni með lækkun álagningarprósentu fasteignaskatts. Sveitarfélög beri ábyrgð „Við höfum núna í fjögur ár lækkað stöðugt álagninguna á íbúðarhúsnæði í sveitarfélaginu Ölfusi. Ég geri ráð fyrir því að núna þegar fasteignamat á sérbýli hækkar um 36 prósent þá grípi bæjarstjórn til þeirra aðgerða að lækka álagninguna á móti enda eru fasteignagjöldin ósanngjarn skattur í eðli sínu,“ sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Hann segir eðlilegt að matið fylgi ytra verðmæti en að skoða þurfi tekjumódel sveitarfélaga. „Og það er ekkert eðlilegt fyrirkomulag að þegar nágrannar þínir skipta um eldhúsinnréttingu eða byggja nýjan sólpall og gera sitt hús verðmætara að það hækki skattinn á þig við það að heildarmatið hækki. Ég held að það þurfi að fara yfir þetta. Það þarf að lækka skatta á heimilin í landinu.“ Þar beri sveitarfélögin mikla ábyrgð. „Ekki bara með fasteignasköttunum heldur er það líka þannig að sveitarfélögin drógu lappirnar í skipulagsmálum. Bjuggu þannig til eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhúsnæði. Þessi aukna eftirspurn hækkaði síðan verðið á lóðunum sem er orðin ný tekjulind fyrir sveitarfélögin og hefur hækkað skatta á íslensk heimili verulega. Yfir þetta finnst mér við þurfa að nota þennan tímapunkt og fara yfir.“
Fasteignamarkaður Húsnæðismál Verðlag Efnahagsmál Fjármál heimilisins Skattar og tollar Ölfus Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi milljarða og tugir milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Sjá meira