130 milljarða halli á ríkissjóði Eiður Þór Árnason skrifar 31. maí 2022 16:18 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent