130 milljarða halli á ríkissjóði Eiður Þór Árnason skrifar 31. maí 2022 16:18 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra. Vísir/Vilhelm Afkoma ríkissjóðs var neikvæð um 130 milljarða króna í fyrra samanborið við 144 milljarða króna halla árið 2020. Ber hún þess merki að hagkerfið hafi enn verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldur Covid-19 en afkoman var betri en áætlað var. Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira
Tekjur ríkisins án fjármunatekna jukust um 69 milljarða króna milli 2020 og 2021 og námu 871 milljarði króna. Fram kemur í samantekt fjármálaráðuneytisins að þar sé einkum um að ræða auknar tekjur af sköttum og tryggingagjöldum en þar af jukust virðisaukaskattstekjur um 44 milljarða króna milli ára. Sömuleiðis jukust tekjur af fjármagnstekjuskatti um 11 milljarða króna og tryggingagjaldi um 9 milljarða króna. Þessir þrír tekjustofnar ríkisins drógust mest saman árið 2020. Uppgjör ríkisreiknings fyrir árið 2021 hefur nú verið birt og ríkisreikningur sendur Alþingi. Fram kemur í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að skýr merki séu um að snarpur efnahagsbati hafi byrjað árið 2021. Athygli vekur að tekjur af virðisaukaskatti voru mun meiri árið 2021 en árið 2019 þegar áhrifa faraldursins hafði ekki gætt, bæði í krónum talið og sem hlutfall af vergri landsframleiðslu. Mestum fjármunum er veitt til heilbrigðiskerfisins.Vísir/Vilhelm Tekjur af bankaskatti minnkuðu um 6 milljarða króna frá fyrra ári en veiðigjöld jukust um 3 milljarða króna. Aðrir helstu tekjustofnar ríkisins skiluðu samtals áþekkum tekjum og árið áður en þó lægra hlutfalli af vergri landsframleiðslu. Jafnframt kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu að beinn kostnaður vegna Covid-19 faraldursins hafi numið 68 milljörðum króna árið 2021. Hlutdeild í afkomu félaga í eigu ríkisins var jákvæð um 61 milljarða króna. Kostnaðarsamasta málefnasviðið var sjúkrahúsþjónusta en 108 milljörðum króna var veitt til málaflokksins á seinasta ári. Næst á eftir komu vinnumarkaður og atvinnuleysi með 97 milljarða króna, málefni aldraðra með 92 milljarða, örorka og málefni fatlaðs fólks með 81 milljarð og heilbrigðisþjónusta utan sjúkrahúsa með 65 milljarða. Fjárfesting ársins 2021 nam 67 milljörðum króna en var 48 milljarðar árið 2020 og 43 milljarðar á árinu 2019. Fjárfesting hefur aukist um 56% á tveggja ára tímabili en aukningin er hluti af þeim aðgerðum sem ráðist var í til að bregðast við áhrifum heimsfaraldursins. Heildarafkoma þriðjungi betri en í upphaflegri áætlun Rekstrarafkoma ríkisreiknings er birt á grunni reikningsskilastaðla fyrir opinbera aðila (IPSAS) en heildarafkoma í fjármálaáætlun og fjárlögum er birt samkvæmt hagskýrslustaðli (GFS). Í fjárlögum ársins 2021 var gert ráð fyrir að heildarafkoma yrði neikvæð um 326 milljarða króna. Í uppfærðri afkomuspá sem birt var í frumvarpi til fjáraukalaga í desember 2021 var áætlað að afkoman yrði neikvæð um 294 milljarða króna. Niðurstaða ársins reyndist hins vegar vera neikvæð heildarakoma um 225 milljarða króna sem er um fjórðungi betri en útkomuspáin í desember og þriðjungi betri en upphafleg áætlun fjárlaga. Frávikið frá fjárlögum liggur að mestu í aukningu tekna, sem var alls 109 milljarðar króna umfram áætlun fjárlaga. „Geta ríkissjóðs til að bregðast við með þessum hætti byggðist á lækkun skulda hins opinbera undanfarinn áratug og sterkum efnahagsreikningum heimila og fyrirtækja. Á sama tíma hafði umgjörð hagstjórnarinnar verið styrkt til muna,“ er haft eftir Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra í tilkynningu. Samantekt fjármálaráðuneytisins Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Skattar og tollar Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Sjá meira