Lítil hrifning yfir nýrri landsliðstreyju: „Eins og úr lagerverslun á Tene“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 31. maí 2022 13:12 Það var lítið um jákvæð viðbrögð við nýrri treyju Knattspyrnusambandsins. Sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ segir einfaldleika hafa ráðið för. KSÍ Svo virðist sem að fáir séu hrifnir af nýrri landsliðstreyju Knattspyrnusambandsins sem fumsýnd var í gær. Puma hannaði treyjuna en KSÍ gerði samning við þýska íþróttavörurisann til sex ára árið 2020 og mun fyrirtækið því hanna nokkrar treyjur í viðbót fyrir landsliðin. Treyjan er tiltölulega látlaus, ljósblá með dökkbláum ílöngum fleti sem nær yfir merkið, en mörgum þykir of lítið hafa verið lagt í hönnunina og hún einkennast af metnaðarleysi. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður. Vísir hafði samband við fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson til að fá faglegt mat. „Ég hefði bara fílað það betur ef einhver hefði allavega reynt að gera eitthvað þó það væri bara heavy ljótt. Þetta er bara hvorki fugl né fiskur.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttamann. „Þetta er eins og ef þú færir í íþróttabúð á Tene og færir í gegnum svona 300 týpur af einhverjum Puma lager-treyjum og þessi treyja væri bara ein af þeim. En maður hefur bara varla skoðun á þessu, þetta er svo ómerkilegt.“ Einfaldleiki réði för Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðstjóri markaðssviðs KSÍ, segir í skriflegu svari Vísis að ferlið á bakvið treyjuna taki allt að að 24 mánuði, Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, segir að erfitt hafi verið að fylgja fyrri treyju eftir.KSÍ „Puma kynnir okkur ákveðna “Creative direction” eða meginþema hverrar línu. Eftir þessari línu útfæra þeir svo tvær til þrjár tillögur sem við förum yfir hér innanhúss og veitum endurgjöf. Það var ljóst frá fyrstu drögum af þessari nýju treyju að það væri einfaldleiki sem myndi ráða för í landsliðstreyjum Puma þetta skiptið, þetta má glögglega sjá til dæmis á nýjum treyjum Ítalíu, Sviss og fleiri samböndum sem eru í Puma.“ sagði Stefán „Viðtökur síðustu treyju voru mjög góðar og því vorum við meðvituð um að það yrði erfitt að fylgja henni eftir. Treyjan mun án efa sanna sig og við hlökkum til að sjá strákana og stelpurnar okkar í henni næstu tvö árin." Mikil óánægja Það var þó enginn hörgull á fólki sem hafði skoðun á treyjunum á Twitter þar sem sjaldnast er skafað utan af því. Þetta er án efa ein ljótasta fótbolta treyja ever…. Yikes https://t.co/MQAZZCUtp5— Magni Jóhannes (@MagniJohannes) May 30, 2022 Þau vilja augljóslega ekki að neinn fari í þessa treyju sjálfviljugur. https://t.co/Sd6B1mQcCg— Sunna Kristín (@sunnakh) May 30, 2022 Jón Kári Eldon, vefhönnuður, og Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, tjáðu skoðun sína með myndrænum hætti. https://t.co/RfG49v9ppz pic.twitter.com/YLzgnM2q8H— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 30, 2022 https://t.co/Y2JwcyQ5pr pic.twitter.com/mGXj95gCiD— Björn Berg (@BjornBergG) May 30, 2022 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu RÚV líkti treyjunni við verðbólguspá og Stefán Pálsson, sagnfræðingur benti á nytsemi dökkbláa „brjóstvasans“, sem komi sér vel fyrir smiði sem notast við hallamál. hvort er þetta fótboltatreyja eða verðbólguspá? https://t.co/InsvuIYGUo— Atli Fannar (@atlifannar) May 30, 2022 Þessi brjóstvasi á reyndar örugglega eftir að koma sér vel, t.d. fyrir smiði sem þurfa að notast við hallamál í vinnu sinni. https://t.co/N1tvxqlqv4— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 30, 2022 Þess ber að geta að von er á annarri treyju sem kvennalandsliðið mun skarta á EM í Englandi í sumar. Það er vonandi fyrir þá sem kvörtuðu yfir þessari treyju að sú treyja verði eitthvað líflegri. Tíska og hönnun KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Treyjan er tiltölulega látlaus, ljósblá með dökkbláum ílöngum fleti sem nær yfir merkið, en mörgum þykir of lítið hafa verið lagt í hönnunina og hún einkennast af metnaðarleysi. Guðmundur Jörundsson, fatahönnuður. Vísir hafði samband við fatahönnuðinn Guðmund Jörundsson til að fá faglegt mat. „Ég hefði bara fílað það betur ef einhver hefði allavega reynt að gera eitthvað þó það væri bara heavy ljótt. Þetta er bara hvorki fugl né fiskur.“ sagði Guðmundur í samtali við fréttamann. „Þetta er eins og ef þú færir í íþróttabúð á Tene og færir í gegnum svona 300 týpur af einhverjum Puma lager-treyjum og þessi treyja væri bara ein af þeim. En maður hefur bara varla skoðun á þessu, þetta er svo ómerkilegt.“ Einfaldleiki réði för Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðstjóri markaðssviðs KSÍ, segir í skriflegu svari Vísis að ferlið á bakvið treyjuna taki allt að að 24 mánuði, Stefán Sveinn Gunnarsson, sviðsstjóri markaðssviðs KSÍ, segir að erfitt hafi verið að fylgja fyrri treyju eftir.KSÍ „Puma kynnir okkur ákveðna “Creative direction” eða meginþema hverrar línu. Eftir þessari línu útfæra þeir svo tvær til þrjár tillögur sem við förum yfir hér innanhúss og veitum endurgjöf. Það var ljóst frá fyrstu drögum af þessari nýju treyju að það væri einfaldleiki sem myndi ráða för í landsliðstreyjum Puma þetta skiptið, þetta má glögglega sjá til dæmis á nýjum treyjum Ítalíu, Sviss og fleiri samböndum sem eru í Puma.“ sagði Stefán „Viðtökur síðustu treyju voru mjög góðar og því vorum við meðvituð um að það yrði erfitt að fylgja henni eftir. Treyjan mun án efa sanna sig og við hlökkum til að sjá strákana og stelpurnar okkar í henni næstu tvö árin." Mikil óánægja Það var þó enginn hörgull á fólki sem hafði skoðun á treyjunum á Twitter þar sem sjaldnast er skafað utan af því. Þetta er án efa ein ljótasta fótbolta treyja ever…. Yikes https://t.co/MQAZZCUtp5— Magni Jóhannes (@MagniJohannes) May 30, 2022 Þau vilja augljóslega ekki að neinn fari í þessa treyju sjálfviljugur. https://t.co/Sd6B1mQcCg— Sunna Kristín (@sunnakh) May 30, 2022 Jón Kári Eldon, vefhönnuður, og Björn Berg Gunnarsson, deildarstjóri greiningar og fræðslu Íslandsbanka, tjáðu skoðun sína með myndrænum hætti. https://t.co/RfG49v9ppz pic.twitter.com/YLzgnM2q8H— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) May 30, 2022 https://t.co/Y2JwcyQ5pr pic.twitter.com/mGXj95gCiD— Björn Berg (@BjornBergG) May 30, 2022 Atli Fannar Bjarkason, verkefnastjóri vefútgáfu RÚV líkti treyjunni við verðbólguspá og Stefán Pálsson, sagnfræðingur benti á nytsemi dökkbláa „brjóstvasans“, sem komi sér vel fyrir smiði sem notast við hallamál. hvort er þetta fótboltatreyja eða verðbólguspá? https://t.co/InsvuIYGUo— Atli Fannar (@atlifannar) May 30, 2022 Þessi brjóstvasi á reyndar örugglega eftir að koma sér vel, t.d. fyrir smiði sem þurfa að notast við hallamál í vinnu sinni. https://t.co/N1tvxqlqv4— Stefán Pálsson (@Stebbip) May 30, 2022 Þess ber að geta að von er á annarri treyju sem kvennalandsliðið mun skarta á EM í Englandi í sumar. Það er vonandi fyrir þá sem kvörtuðu yfir þessari treyju að sú treyja verði eitthvað líflegri.
Tíska og hönnun KSÍ Landslið kvenna í fótbolta Landslið karla í fótbolta Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira