„Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 31. maí 2022 13:00 Jón Magnús Kristjánsson sagði upp sem yfirlæknir bráðamóttökunnar í fyrra, meðal annars vegna langvarandi álags. Vísir/Egill Fyrrverandi yfirlæknir á bráðamóttökunni segir fregnir af uppsögnum starfsmanna vegna viðvarandi álags á bráðamóttöku mjög sorglegar. Lengi hafi verið látið vita af miklu álagi og með vaxandi flótta frá deildinni verði ástandið sífellt erfiðara. Hægt sé að bæta úr vandanum en til þess þurfi fjármagn og tíma. Landspítalinn hefur undanfarið varað við miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi og í síðustu viku var biðlað til lítið slasaðra og veika að leita annað. Staðan virðist ekki hafa batnað en í gær greindi bráðahjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir að hún hafi ákveðið að segja upp vegna ástandsins. Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökunnar, segir stöðuna mjög sorglega þar sem hann hefur séð eftir mjög mörgum góðum samstarfsaðilum. Vandinn sé þó ekki nýr af nálinni en hann sagði sjálfur upp í fyrra, að hluta til vegna álags. „Það hefur lengi verið látið vita af miklu álagi á bráðamóttökunni en með vaxandi flótta frá deildinni þá verður ástandið sífellt erfiðara og meira álag á þeim sem að eftir eru,“ segir Jón. „Þetta verður ákveðinn vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr.“ Í færslu á Facebook síðu sinni í dag vísaði Jón til þess að nokkrir hjúkrunarfræðingar hefðu fengið nóg og sagt upp störfum, þar á meðal Soffía. Að sögn Jóns hafa einstaklingar sagt upp störfum yfir langt tímabil á bráðamóttökunni vegna álags og þannig hefur smám saman starfsfólki fækkað í öllum starfstéttum. Hann bendir á að um leið og álagið eykst, þá eykst umtalið og upplifir starfsfólk ekki bráðamóttökuna sem eftirsóknarverðan vinnustað. Líkt og aðrir finni starfsfólkið vel fyrir því að ekki sé verið að veita þá þjónustu sem þarf. „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá yfir því að hafa ekki getað sinnt hinum eða þessum nægilega vel, og þetta nagar fagfólk að innan eins og það myndi gera í hverri annarri stétt. Yfir tíma þá leiðir þetta bara til vanlíðanar, depurðar og jafnvel kulnunar í starfi,“ segir Jón. Að sögn Jóns er rót vandans sú að Ísland hefur orðið eftir á með uppbyggingu þjónustu við aldraða. Það skapi meðal annars álag á bráðamóttökuna þar sem fólk kemst ekki þaðan á legudeildir vegna fólks sem að getur ekki útskrifast á spítalanum í önnur úrræði. Þá bendir hann á að um 80 rúm séu lokuð á spítalnum vegna skorts á starfsfólki og 30 einstaklingar fastir á bráðamóttökunni. Í grunninn telur Jón að það þurfi að ráðast í heildstæðar aðgerðir til að leysa vandann, opna í kringum fimm hundruð hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, byggja upp betri heimaþjónustu og gera þjóðarátak í samfélaginu um kjarabætur heilbrigðisstarfsfólks. „Við getum leyst úr þessum vanda, þetta er ekki innbyggður ómöguleiki. En þetta verður erfitt og þetta mun kosta peninga og þetta mun taka tíma,“ segir Jón. „Þessi vandi er ekki vandi bráðamóttökunnar. Þessi vandi er vandi heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins, og við verðum bara veikara þjóðfélag fyrir vikið.“ „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta eitthvað sem við verðum að leysa úr, við vitum hvernig þjóðfélag við viljum hafa, við vitum hvernig heilbrigðiskerfi við viljum hafa. Nú verðum við að taka okkur saman og vinna saman í því að leysa þetta og það er alveg hægt,“ segir hann enn fremur. Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18 Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43 Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Landspítalinn hefur undanfarið varað við miklu álagi á bráðamóttökunni í Fossvogi og í síðustu viku var biðlað til lítið slasaðra og veika að leita annað. Staðan virðist ekki hafa batnað en í gær greindi bráðahjúkrunarfræðingurinn Soffía Steingrímsdóttir að hún hafi ákveðið að segja upp vegna ástandsins. Jón Magnús Kristjánsson, fyrrverandi yfirlæknir bráðamóttökunnar, segir stöðuna mjög sorglega þar sem hann hefur séð eftir mjög mörgum góðum samstarfsaðilum. Vandinn sé þó ekki nýr af nálinni en hann sagði sjálfur upp í fyrra, að hluta til vegna álags. „Það hefur lengi verið látið vita af miklu álagi á bráðamóttökunni en með vaxandi flótta frá deildinni þá verður ástandið sífellt erfiðara og meira álag á þeim sem að eftir eru,“ segir Jón. „Þetta verður ákveðinn vítahringur sem erfitt er að brjótast út úr.“ Í færslu á Facebook síðu sinni í dag vísaði Jón til þess að nokkrir hjúkrunarfræðingar hefðu fengið nóg og sagt upp störfum, þar á meðal Soffía. Að sögn Jóns hafa einstaklingar sagt upp störfum yfir langt tímabil á bráðamóttökunni vegna álags og þannig hefur smám saman starfsfólki fækkað í öllum starfstéttum. Hann bendir á að um leið og álagið eykst, þá eykst umtalið og upplifir starfsfólk ekki bráðamóttökuna sem eftirsóknarverðan vinnustað. Líkt og aðrir finni starfsfólkið vel fyrir því að ekki sé verið að veita þá þjónustu sem þarf. „Fólk fer heim af vaktinni með nagandi samviskubit og eftirsjá yfir því að hafa ekki getað sinnt hinum eða þessum nægilega vel, og þetta nagar fagfólk að innan eins og það myndi gera í hverri annarri stétt. Yfir tíma þá leiðir þetta bara til vanlíðanar, depurðar og jafnvel kulnunar í starfi,“ segir Jón. Að sögn Jóns er rót vandans sú að Ísland hefur orðið eftir á með uppbyggingu þjónustu við aldraða. Það skapi meðal annars álag á bráðamóttökuna þar sem fólk kemst ekki þaðan á legudeildir vegna fólks sem að getur ekki útskrifast á spítalanum í önnur úrræði. Þá bendir hann á að um 80 rúm séu lokuð á spítalnum vegna skorts á starfsfólki og 30 einstaklingar fastir á bráðamóttökunni. Í grunninn telur Jón að það þurfi að ráðast í heildstæðar aðgerðir til að leysa vandann, opna í kringum fimm hundruð hjúkrunarrými á höfuðborgarsvæðinu á næstu árum, byggja upp betri heimaþjónustu og gera þjóðarátak í samfélaginu um kjarabætur heilbrigðisstarfsfólks. „Við getum leyst úr þessum vanda, þetta er ekki innbyggður ómöguleiki. En þetta verður erfitt og þetta mun kosta peninga og þetta mun taka tíma,“ segir Jón. „Þessi vandi er ekki vandi bráðamóttökunnar. Þessi vandi er vandi heilbrigðiskerfisins og þjóðfélagsins, og við verðum bara veikara þjóðfélag fyrir vikið.“ „Þegar öllu er á botninn hvolft þá er þetta eitthvað sem við verðum að leysa úr, við vitum hvernig þjóðfélag við viljum hafa, við vitum hvernig heilbrigðiskerfi við viljum hafa. Nú verðum við að taka okkur saman og vinna saman í því að leysa þetta og það er alveg hægt,“ segir hann enn fremur.
Landspítalinn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00 Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05 Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18 Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43 Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins Innlent „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fleiri fréttir Samstarf með ESB í varnarmálum komið í „formlegan farveg“ Fyrstu kvenkyns prófessorarnir í stærðfræði fagna dátt Lausn menntamálaráðherra sé valdníðsla Vilja ekki að íbúar upplifi sig undir stöðugu eftirliti stóra bróður Þyrlu Landhelgisgæslunnar flogið norður vegna slyssins „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Sjá meira
Fólk þurfi ekki að örvænta þó álagið sé mikið: „Við sinnum öllum“ Heilbrigðisráðherra segir það alvarlegt ef álag á bráðamóttöku bitnar á sjúklingum en ítrekar að öllum sé sinnt. Verið sé að skoða fjölbreyttar lausnir til að bregðast við stöðunni í heilbrigðiskerfinu en yfirvöld munu ekki láta úrbætur stranda á skorti á fjármunum 26. maí 2022 13:00
Biðla til lítið slasaðra og veikra að leita annað en á bráðamóttöku Landspítalinn varar við því að mikið álag sé nú á spítalanum og sérstaklega á bráðamóttökunni í Fossvogi. Forgangsraða þurfi því verkefnum eftir bráðleika og vísa fólki á önnur úrræði ef mögulegt er. 25. maí 2022 16:05
Núverandi mönnun sé farin að ógna öryggi sjúklinga Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur gífurlegar áhyggjur af vöntun á hjúkrunarfræðingum til starfa og skorar á yfirvöld að bæta kjör og starfsumhverfi til að fjölga hjúkrunarfræðingum í heilbrigðiskerfinu. 12. maí 2022 22:18
Læknar um stöðuna á Landspítala: „Allir sem vinna að öryggismenningu vita að öryggi kostar“ Hópur lækna segir að alvarlegt vanmat á mönnunarþörf Landspítalans komi fram í nýrri skýrslu Heilbrigðisráðuneytisins. Skýrslan, sem unnin var af ráðgjafarfyrirtækinu McKinsey byggir á ítarlegri greiningu á stöðu sjúkrahússins og þeim áskorunum sem eru framundan á Landspítala. 5. apríl 2022 22:43
Jón Magnús segir upp sem yfirlæknir bráðalækninga Jón Magnús Kristjánsson, yfirlæknir bráðalækninga á Landspítalanum, hefur sagt upp störfum. Hann segir ástæðu þess að hluta til vegna álags á bráðamóttöku, þar sem sjúklingar hafa ítrekað þurft að liggja frammi á göngunum. 17. janúar 2021 20:32