Segir skýringar ráðherra á lagagrundvelli brottvísana villandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2022 12:57 Sigurlaug Soffía gagnrýnir orð Jóns Gunnarssonar um að með brottvísunum sé verið að fara að lögum. Hún telur það villandi framsetningu. Samsett Lögfræðingur sem starfað hefur sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd hjá Rauða krossinum segir það rangt hjá dómsmálaráðherra að verið sé að fylgja lögum við fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir fjölda hælisleitenda. Nýtt útlendingafrumvarp ráðherra muni þrengja rétt hælisleitenda hér á landi til muna. Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Til stendur að vísa hátt í 300 hælisleitendum úr landi, eftir langt hlé í kórónuveirufaraldrinum. Brottvísanirnar hafa víða mætta mótstöðu en Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra hefur sagt að stjórnvöld séu einfaldlega að fylgja lögum við framkvæmd þeirra. Lögfræðingur með reynslu af málaflokknum segir það ekki rétt. „Að mínu viti er það alveg klárt að það er engin lagaskylda sem mælir fyrir um að það skuli senda þennan hóp úr landi. Og í raun tel ég að það gangi þvert gegn þeim lögum sem eru í gildi í dag,“ segir Sigurlaug Soffía Friðþjófsdóttir lögfræðingur. Hún hefur starfað sem talsmaður hælisleitenda fyrir Rauða krossinn á Íslandi. Sigurlaug Soffía telur að gildandi lög og reglugerð sem sett var með stoð í lögunum nái utan um þann hóp sem senda á úr landi. Því sé ekki skylt að vísa fólkinu úr landi. „Aftur á móti þá er það í samræmi við það útlendingafrumvarp sem ráðherra hefur lagt fram, og er til umræðu á þinginu núna. Samkvæmt því væri stjórnvöldum skylt að vísa fólkinu úr landi.“ Frumvarp ráðherrans þrengi rétt hælisleitenda Sigurlaug segir að með nýju frumvarpi yrði réttur fólks sem fengið hefur vernd í öðrum löndum, til að mynda Grikklandi og Ítalíu, þrengdur verulega, óháð þeim aðstæðum sem fólkið bjó við í þeim löndum. Hún bendir þó á að frumvarpið sé ekki enn orðið að lögum. „Mér finnst alvarlegt að hann sé að halda þessu fram á þennan hátt, áður en það er búið að samþykkja það frumvarp sem hann leggur fram. Af því það er fjarri sannleikanum að staðan sé svona og afar villandi framsetning að mínu viti,“ segir Sigurlaug.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01 Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00 „Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19 Mest lesið Líkur á samningi við kennara í kvöld Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Fleiri fréttir Líkur á samningi við kennara í kvöld Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Sjá meira
Bregðast við fjöldabrottvísun með nýju frumvarpi Þingflokkar Samfylkingarinnar, Flokks fólksins, Pírata og Viðreisnar munu leggja sameiginlega fram frumvarp til að bregðast við stöðu þeirra sem nú stendur til að senda úr landi með fjöldabrottvísun. 27. maí 2022 11:01
Ríkisstjórnarsamstarfið ekki mikilvægara en mannúð Formaður Ungra vinstri grænna segir ríkisstjórnarsamstarfið ekki mega trompa mannúð. Hún fagnar gagnrýni félagsmálaráðherra á framgöngu dómsmálaráðherra í brottvísanamálum - en ummæli hans komi of seint. Þá sé forsætisráðherra ekki nógu afdráttarlaus. 25. maí 2022 20:00
„Ef það verður ekki komið í veg fyrir þessa ósvinnu þá verður Alþingi að grípa í taumana“ Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að dómsmálaráðherra hafi það í hendi sér að koma í veg fyrir „Íslandsmet í fjöldabrottvísunum.“ Hann telur að þingið geti þurft að stíga inn og stöðva fyrirætlanir stjórnvalda um að vísa fjölda fólks frá landinu. 24. maí 2022 19:19