Ákæra ekki lögreglumenn sem klúðruðu máli Nassar Kjartan Kjartansson skrifar 27. maí 2022 10:22 Larry Nassar misnotaði gríðarlegan fjölda fimleikastúlkna undir því yfirskini að ofbeldið væri læknismeðferð, bæði hjá Ríkisháskólanum í Michigan og hjá bandaríska fimleikasambandinu. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið ætlar ekki að ákæra alríkislögreglumenn sem eru sakaðir um að hafa klúðrað rannsókn á stórfelldum kynferðisbrotum fyrrverandi læknis bandaríska fimleikalandsliðsins. Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
Fleiri en 330 konur hafa sakað Larry Nassar, fyrrverandi lækni við Ríkisháskólann í Michigan og bandaríska fimleikalandsliðsins, um kynferðisbrot. Hann afplánar nú ígildi lífstíðardóms eftir að hann var sakfelldur fyrir kynferðisofbeldi og vörslu barnakláms. Innri endurskoðandi dómsmálaráðuneytisins komst að þeirri niðurstöðu í fyrra að alríkislögreglan FBI hefði ekki rannsakað nægilega ásakanir á hendur Nassar þegar þær komu fyrst fram. Mistökin hafi gert Nassar kleift að brjóta á um sjötíu stúlkum til viðbótar áður en yfirvöld í Michigan handtóku hann loksins. Tveir alríkislögreglumenn lugu einnig að rannsakendum til að hylma yfir mistök sín. Dómsmálaráðuneytið hafði áður ákveðið að ákæra ekki tvo fyrrverandi alríkislögreglumenn fyrir afglöp þeirra en ákvað að taka málið upp aftur í ljósi nýrra sönnunargagna, að sögn Washington Post. Þau breyttu þó ekki fyrri niðurstöðu ráðuneytisins. Í yfirlýsingu sagði ráðuneytið að niðurstaðan þýddi ekki að vel hefði verið staðið að rannsókninni á Nassar eða að framferði fulltrúanna hefði verið eðlilegt. John Manly, lögmaður margra fórnarlamba Nassar, sagði ákvörðun ráðuneytisins óskiljanlega. Alríkislögreglumennirnir hefðu rofið embættiseið sinn og hylmt yfir versta kynferðisbrotamál í sögu íþróttaheimsins. Simone Biles, besta fimleikakona í heimi og eitt fórnarlamba Nassar, lýsti ákvörðuninni sem „sturlaðri“ á Twitter. „Og fólk veltir fyrir sér hvers vegna konur/karlar stíga ekki fram, vegna þess að réttlætinu er aldrei fullnægt,“ tísti hún. and people wonder why women/men don t come forward, because justice is never served this is literally insane to me, we keep suffering at what price? https://t.co/91vf6n9Cgs— Simone Biles (@Simone_Biles) May 27, 2022 Ræddi við forseta fimleikasambandsins um starf Eftir að skrifstofa FBI í Indianapolis, fékk ásakanir á hendur Nassar á sitt borð var ákveðið að láta svæðisskrifstofu í Lansing í Michigan sjá um málið. Engin gögn fundust þó um að það hefði í raun verið gert. Þá lét FBI lögregluyfirvöld í Michigan ekki vita af mögulegum brotum Nassar. Rannsókn endurskoðandans leiddi einnig í ljós að Jay Abbott, yfirmaður skrifstofu FBI í Indianapolis, hefði rætt við Stephen Penny, þáverandi forseta bandaríska fimleikasambandsins, um að útvega Abbott starf fyrir ólympíunefnd Bandaríkjanna á sama tíma og FBI rannsakaði ásakanirnar á hendur Nassar árið 2015. Abbott fékk ekki starfið en laug síðar að rannsakendum að hann hefði aldrei sótt um það. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum Simone Biles.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Mál Larry Nassar Tengdar fréttir 380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43 FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45 Mest lesið Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Innlent Konan sem ekið var á er látin Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Sjá meira
380 milljónir dala í bætur til fórnarlamba Larrys Nassar Bandaríska fimleikasambandið hefur komist að samkomulagi við nokkur hundruð kvenna sem misnotaðar voru af Larry Nassar, lækni sambandsins, um greiðslu alls 380 milljóna dala, um 50 milljarða króna, í skaðabætur. 14. desember 2021 07:43
FBI-fulltrúar sem aðhöfðust ekkert vegna Nassar gætu verið ákærðir Bandaríska dómsmálaráðuneytið fer nú yfir ákvörðun sína um að ákæra ekki fulltrúa alríkislögreglunnar FBI sem létu hjá liggja að rannsaka ásakanir á hendur Larry Nassar, lækni bandaríska fimleikalandsliðsins. FBI hefur sætt harðri gagnrýni fyrir meðferð sína á málinu. 5. október 2021 22:45