Davíð Þór biðst afsökunar á ummælum um Katrínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. maí 2022 09:25 Davíð Þór Jónsson sóknarprestur í Laugarneskirkju hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarneskirkju, hefur beðist afsökunar á ummælum sem hann lét falla um Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og fyrrverandi sambýliskonu, í samtali við mbl.is í gærkvöldi. Davíð Þór hefur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þá sérstaklega flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra brottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna. Davíð Þór kallaði á þriðjudag ríkisstjórnina fasíska og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Í kjölfarið fékk Davíð formlegt tiltal frá biskup Íslands en málið hefur verið mjög umdeilt og fjöldi presta lýst yfir stuðningi við Davíð. Davíð Þór sagði svo í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að hann hafi aldrei búið með forsætisráðherra Íslands, hann hafi búið með allt annarri manneskju. „Umræðan ætti að snúast um það hvernig við sem samfélag komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Ef að einhverjum finnst að sú umræða eigi að snúast um það hvernig tilfinningalífi mínu var háttað fyrir 20 árum... jah þá vitum við hversu stór sálin í því fólki er,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is. „Þar fyrir utan þá bjó ég aldrei með forsætisráðherra Íslands, það var allt önnur manneskja.“ Segir blaðamanninn hafa slegið sig út af laginu Svo virðist sem Davíð Þór sjái eftir þessum orðum sínum en hann biðst afsökunar á þeim í pistli sem hann birtir á Facebook. „Blaðamaður hringdi í mig þar sem ég var önnum kafinn við að koma börnum mínum í háttinn. Við töluðum saman í tvær mínútur. Í lok spjallsins fékk ég spurningu sem ég taldi ekki koma málinu neitt við og lét eina vanhugsaða setningu falla í kjölfarið,“ skrifar Davíð í pistlinum sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. „Auðvitað var henni slegið upp í fyrirsögn en ekki það sem ég lagði áherslu á í okkar stutta spjalli að ætti að vera það sem málið snerist um. Ég iðrast þessara orða og tek þau hér með aftur. Umræðan á ekki að snúast um persónur, en ég lét blaðamanninn slá mig út af laginu og niður á það plan.“ Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir „Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Davíð Þór hefur verið milli tannanna á fólki undanfarna daga eftir að hann gagnrýndi ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur og þá sérstaklega flokksliða Vinstri grænna vegna fyrirhugaðra brottvísana þrjú hundruð hælisleitenda og flóttamanna. Davíð Þór kallaði á þriðjudag ríkisstjórnina fasíska og sagði sérstakan stað í helvíti fyrir fólk sem „selur sál sína fyrir völd og vegtyllur.“ Í kjölfarið fékk Davíð formlegt tiltal frá biskup Íslands en málið hefur verið mjög umdeilt og fjöldi presta lýst yfir stuðningi við Davíð. Davíð Þór sagði svo í viðtali við mbl.is í gærkvöldi að hann hafi aldrei búið með forsætisráðherra Íslands, hann hafi búið með allt annarri manneskju. „Umræðan ætti að snúast um það hvernig við sem samfélag komum fram við okkar minnstu bræður og systur. Ef að einhverjum finnst að sú umræða eigi að snúast um það hvernig tilfinningalífi mínu var háttað fyrir 20 árum... jah þá vitum við hversu stór sálin í því fólki er,“ sagði Davíð í samtali við mbl.is. „Þar fyrir utan þá bjó ég aldrei með forsætisráðherra Íslands, það var allt önnur manneskja.“ Segir blaðamanninn hafa slegið sig út af laginu Svo virðist sem Davíð Þór sjái eftir þessum orðum sínum en hann biðst afsökunar á þeim í pistli sem hann birtir á Facebook. „Blaðamaður hringdi í mig þar sem ég var önnum kafinn við að koma börnum mínum í háttinn. Við töluðum saman í tvær mínútur. Í lok spjallsins fékk ég spurningu sem ég taldi ekki koma málinu neitt við og lét eina vanhugsaða setningu falla í kjölfarið,“ skrifar Davíð í pistlinum sem hann birti á Facebook í gærkvöldi. „Auðvitað var henni slegið upp í fyrirsögn en ekki það sem ég lagði áherslu á í okkar stutta spjalli að ætti að vera það sem málið snerist um. Ég iðrast þessara orða og tek þau hér með aftur. Umræðan á ekki að snúast um persónur, en ég lét blaðamanninn slá mig út af laginu og niður á það plan.“
Þjóðkirkjan Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Tengdar fréttir „Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50 Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16 Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Ummæli Davíðs Þórs dæma sig algjörlega sjálf“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir ummæli Davíðs Þórs Jónssonar sóknarprests, sem biskup áminnti hann fyrir, dæma sig sjálf. 25. maí 2022 11:50
Biskup hefur veitt séra Davíð formlegt tiltal fyrir „harkaleg og ósmekkleg skrif“ Biskup Íslands hefur veitt séra Davíði Þór Jónssyni formlegt tiltal fyrir þau „harkalegu og ósmekklegu skrif sem hann viðhafði á Facebook-vettvangi“ sínum í gær. Davíð Þór sagði þar að sérstakur staður væri í helvíti fyrir stjórnarliða Vinstri grænna. 25. maí 2022 11:16
Prestar eigi að bregðast við þegar valdhafar dæmi jaðarsetta til helvítisvistar Sindri Geir Óskarsson sóknarprestur í Glerárkirkju á Akureyri segir varhugavert að veita eigi prestum tiltal fyrir að vera harðorðir þegar tilefni sé til. Hann segir þá skjóta skökku við að biskup Íslands hafi gagnrýnt ríkisstjórn landsins fyrir fyrirhugaðar fjöldabrottvísanir en veiti presti tiltal fyrir að gagnrýna það sama. 25. maí 2022 15:25