Meirihluti loksins myndaður á Akureyri Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 12:42 Loksins hefur verið komist að niðurstöðu um hverjir muni stjórna í Ráðhúsinu á Akureyri næstu fjögur árin. Vísir/Vilhelm Oddvitar Bæjarlista Akureyrar, Sjálfstæðisflokks og Miðflokks á Akureyri hittust í bústað í gær og mynduðu meirihluta bæjarstjórnar. Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni. Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Oddvitarnir hittust um hádegi í gær og um klukkan tíu um kvöldið var fullmyndaður meirihluti orðinn til, þetta staðfestir Heimir Örn Árnason, oddviti Sjálfstæðisflokks, í samtali við Vísi. Hann segir að stefnt sé að því að Ásthildur Sturludóttir verði áfram bæjarstjóri Akureyrar, en hún var fyrst ráðin bæjarstjóri árið 2018. Þá segir hann að málefnasamningur sé langt á veg kominn og verði kynntur opinberlega þann 1. júní Bæjarlisti Akureyrar fékk þrjá bæjarfulltrú kjörna, Sjálfstæðisflokkur tvo og Miðflokkur einn. Því mynda flokkarnir minnsta mögulega meirihluta í ellefu fulltrúa bæjarstjórn Akureyrar. Nokkuð brösulega hefur gengið að mynda meirihluta á Akureyri en tvennar formlegar viðræður hafa verið hafnar en siglt í strand á endanum. Fyrst voru það oddvitar Bæjarlistans, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem ræddu saman en upp úr þeim viðræðum slitnaði og í kjölfarið sökuðu Bæjarlistamenn Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn um að hafa virt heiðursmannasamkomulag að vettugi með því að ræða við fulltrúa annarra flokka. Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Samfylking og Miðflokkur hófu þá viðræður, fyndnu fréttafólki til mikillar gleði sökum listabókstafa flokkanna. Oddviti Samfylkingarinnar sleit þeim viðræðum í gær vegna ágreinings um málefni.
Akureyri Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Miðflokkurinn Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira