Hvergerðingar gera ráð fyrir rúmlega hundrað milljónum króna í bætur Árni Sæberg skrifar 26. maí 2022 11:43 Svona leit Hamarshöllin í Hveragerði út áður en dúkurinn fauk ofan af henni. Fráfarandi meirihluti ákvað að strengja nýjan dúk yfir í stað hins gamla en svo virðist sem Hvergerðingum lítist illa á blikuna. Vísir/Magnús Hlynur Fráfarandi bæjarstjóri Hveragerðis segir framtíð Hamarshallarinnar, sem varð mikið bitbein í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum, alfarið vera í höndum nýrrar bæjarstjórnar. Þá segir hann að gert sé ráð fyrir því að tjónabætur vegna hallarinnar muni nema 108 milljónum króna. Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís. Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Líkt og frægt er orðið fauk dúkurinn af Hamarshöllinni í Hveragerði í miklu óveðri í febrúar síðastliðnum. Þáverandi bæjarstjórn ákvað að panta nýjan dúk á höllina í stað þess að byggja nýja. Sú ákvörðun fór illa í margan Hvergerðinginn og mætti segja að framtíð hallarinnar hafi verið helsta deilumálið í sveitarstjórnarkosningunum á dögunum. Aldís Hafsteinsdóttir, fráfarandi bæjarstjóri segist hafa átt í viðræðum við fyrirtækið sem framleiðir dúkinn og segir að fyrirtækið hafi gefið vilyrði fyrir því að afpanta megi dúkinn án vandkvæða. „Því er ljóst að nýr meirihluti ætti ekki að vera bundinn af fyrri ákvörðun og getur því tekið ákvörðun fljótlega um að hefja viðræður um afpöntun á dúk Hamarshallarinnar og hafið samstundis könnun á öðrum valkostum varðandi uppbyggingu íþróttamannvirkja í Hveragerði,“ segir Aldís í tilkynningu á vef Hveragerðisbæjar. Þá segir hún að ákvörðun fráfarandi bæjarstjórnar um að endurreisa Hamarshöllina hafi verið tekin með hagsmuni íþróttalífs í Hveragerðis í huga og þá ekki síst hagsmuni barna og ungmenna enda sé endurreisn Hamarshallarinnar, að mati meirihlutans, skynsamleg og hagstæð leið til að koma upp góðri íþróttaaðstöðu bæði hratt og með hagkvæmum hætti. Hún segir nýja dúkinn sem hefur verið pantaður vera sterkari en sá sem fauk af höllinni í febrúar. „Jafnframt er rétt að geta þess að fyrstu tölur hafa borist varðandi tjónabætur og er þar gert ráð fyrir að bætur nemi 108 milljónum króna. Samningar um endanlegar tjónabætur bíða aftur á móti nýrrar bæjarstjórnar,“ segir Aldís.
Hveragerði Íþróttir barna Hamar Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira