Íslendingalið Kielce pólskur meistari eftir vítakastkeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 24. maí 2022 19:24 Kielce er pólskur meistari í handbolta. DAX Images/NurPhoto via Getty Images Íslendingaliðið Vive Kielce varð í kvöld pólskur meistari í handbolta í ellefta skiptið í röð eftir sigur í vítakastkeppni gegn Wisla Plock í lokaumferð deildarinnar. Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022 Pólski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira
Fyrir leikinn hafði Kielce þriggja stiga forskot á toppi deildarinnar, en Wisla Plock sat í öðru sæti. Gefin eru þrjú stig fyrir sigur í pólsku deildinni og því átti Wisla Plock enn möguleika á að ná Kielce að stigum. Mikil harka var í leiknum og fyrsta rauða spjald leiksins fór á loft eftir aðeins 35 sekúndur. Rauðu spjöldin voru svo orðin fjögur þegar rétt tæpar 22 mínútur voru komnar á klukkuna og fimmta og seinasta rauða spjald leiksins leit dagsins ljós snemma í síðari hálfleik. They call it Holy War for a reason. Red card for Mirsad Terzic after 35 seconds!#handball pic.twitter.com/hCwoFUxG5G— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) May 24, 2022 Liðin héldust í hendur stærstan hluta leiksins, en heimamenn í Wisla Plock voru skrefinu framar í fyrri hálfleik og leiddu með tveimur mörkum þegar gengið var til búningsherbergja. Heimamenn náðu svo fimm marka forystu snemma í síðari hálfleik. Gestirnir í Kielce náðu að snúa taflinu við og jöfnuðu metin þegar síðari hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður og ekkert virtist geta skilið liðin að eftir það. Liðin skiptust á að skora það sem eftir lifði leiks og niðustaðan eftir mínúturnar 60 varð jafntefli, 20-20. Pólska deildin býður þó ekki upp á jafntefli og því þurfti að grípa til vítakastkeppni til að skera úr um sigurvegara. Þar reyndust gestirnir í Kielce sterkari og liðið skoraði úr öllum fimm vítaköstum sínum á meðan heimamenn skoruðu aðeins úr þrem. Kielce er því pólskur meistari ellefta árið í röð, en liðið fór taplaust í gegnum tímabilið. Kielce hefur raunar ekki tapað deildarleik síðan 9. október 2019 og var þetta því sigurleikur númer 70 í röð hjá liðinu í deildinni. Haukur Þrastarson og Sigvaldi Björn Guðjónsson eru á mála hjá Kielce, en þeir voru ekki í leikmannahóp Kielce í kvöld. M19TRZ, M19TRZ, M19TRZ! 👑#gramyRAZEM #dawajDAWAJ pic.twitter.com/2akFoBnqZQ— Łomża Vive Kielce (@kielcehandball) May 24, 2022
Pólski handboltinn Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Bæði svekktur en líka stoltur“ Íslenski boltinn „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ Fótbolti „Aldrei séð annan eins mun á villufjölda“ Körfubolti „Hefðum þurft tvö til þrjú stemningsskot“ Körfubolti „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ Íslenski boltinn „Góðir leikmenn sem taka góðar ákvarðanir“ Körfubolti Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram Sport Fleiri fréttir „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Sjá meira