Séra Davíð Þór hótar Katrínu og Vinstri grænum helvítisvist Atli Ísleifsson skrifar 24. maí 2022 15:26 Séra Davíð Þór segir að í helvíti sé staður fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur og er hann þar að vísa til áforma ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur um að vísa úr landi um þrjú hundruð manns sem hingað hafa leitað undanfarna mánuði. vísir/vilhelm Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesskirkju, er ómyrkur í máli um þann gjörning að vísa skuli um þrjú hundruð hælisleitendum úr landi á næstunni. „Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson. Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þinglið og ráðherrar VG eru ekki lengur bara meðsek um glæpi þessarar ríkisstjórnar gegn mannúð og góðu siðferði, þau eru enfaldlega sek eins og syndin. Það er sérstakur staður í helvíti fyrir fólk sem selur sál sína fyrir völd og vegtyllur,“ segir Davíð Þór í harðorðum pistli sem hann birti á Facebook-síðu sinni. Málið hefur reynst afar umdeilt og var hart sótt að stjórnvöldum á þingi í gær vegna þess. Ekki síst hafa Vinstri grænum verið legið á hálsi að vera á skjön við sín stefnumál. Í gær brást til að mynda Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, illa við fyrirspurn Sigmars Guðmundssonar þingmanns Viðreisnar þess efnis hvernig hann gæti réttlætt það fyrir sjálfum sér að reka fólk í aðstæður sem hann myndi aldrei telja bjóðandi sér og sínum? Séra Davíð Þór beinir einnig spjótum að Vinstri grænum í pistli sínum. Segir að í fréttum sé það helst að „fasistastjórn VG hefur ákveðið að míga á Barnasáttmála SÞ, sem hún þó lýgur því að hún hafi „lögfest” á Íslandi, en þar kemur skýrt fram að hann gildi um öll börn (þ.e. einstaklinga yngri en 18 ára) í lögsögu hvers ríkis – óháð því með hvaða hætti þau komu þangað.“ Prestur segir að þar sé kveðið á um að allar ákvarðanir sem varði heill og hamingju barna beri að taka með hagsmuni þeirra að leiðarljósi. Engu að síður eigi að senda fjölda barna úr langþráðu öryggi og skjóli hér á landi, þvert á það sem þeim er fyrir bestu, til að hafast við í fullkomnu reiðuleysi á götum úti á Grikklandi, jafnvel þótt Flóttamannahjálp SÞ hafi af mannúðarástæðum lagst eindregið gegn því að fólk sé flutt þangað. „Til að bíta höfuðið af skömminni er málsvörnin fólgin í innihaldslausu froðusnakki um „heildstæða stefnumótun í málaflokknum“ og því að væna formann Rauða krossins um lygar þegar hún lýsir ástandinu þar. Þetta er í beinni mótstöðu við það hvernig VG liðar töluðu um þessi mál þegar þeir voru í stjórnarandstöðu,“ segir séra Davíð Þór Jónsson.
Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Þjóðkirkjan Tjáningarfrelsi Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira