Útilokar ekki að apabóla berist hingað til lands Atli Ísleifsson skrifar 20. maí 2022 13:14 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sjúkdóminn vera orsakaðan af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Vísir/Vilhelm Sænska ríkisstjórnin hefur ákveðið að skilgreina apabólu (e. monkeypox) sem sjúkdóm sem ógn við almannaheill. Frá þessu greindi sænska ríkisstjórnin í morgun, en fyrsta tilfelli apabólu greindist í Svíþjóð í gær. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni. Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir áréttar um sé að ræða afskaplega sjaldgæfa sýkingu en að ekki sé útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn séu beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafi verið á ferð erlendis og séu með einkennandi útbrot. Síðustu daga hafa borist fréttir um sýkingar af völdum veirunnar sem veldur apabólu í nokkrum löndum í Evrópu, meðal annars Bretlandi, Portúgal, Spáni, Ítalíu, Belgíu og Svíþjóð. Sömu sögu er að segja af Norður-Ameríku en sjúkdómurinn hefur einnig greinst í Bandaríkjunum og Kanada. Náskyld bólusóttarveiru Á færslu Þórólfs Guðnasonar á vef Embættis landlæknis segir að sjúkdómur sé orsakaður af veiru sem sé náskyld bólusóttarveiru (orthopox) og sé einkum þekktur hjá dýrum en einnig mönnum. Smit frá dýrum til manna séu sjaldgæf og sömuleiðis smit milli manna. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur.AP „Sjúkdómurinn hefur til þessa aðallega verið greindur í Mið- og Vestur-Afríku en er nú að greinast í Evrópu hjá einstaklingum sem sumir hverjir hafa verið í Afríku en aðrir ekki. Smit berst í fólk með náinni snertingu ýmist sem dropasmit með hósta/hnerra eða sem snertismit með vessa sem myndast í útbrotum á húð. Margir þeirra sem nú eru að greinast eru karlar sem stunda kynlíf með körlum og talið er líklegt að smit hafi borist með kynmökum í þeim hópi. Meðgöngutími sýkingarinnar (tími frá smiti þar til einkenni koma fram) er yfirleitt ein til tvær vikur en getur verið allt upp í þrjár vikur. Sjúkdómurinn er yfirleitt vægur og gengur yfir af sjálfsdáðum á einni til tveimur vikum. Hjá um 3% smitaðra getur hann hins vegar verið alvarlegur og valdið dauða einkum hjá ónæmisbældum einstaklingum og börnum. Það sem einkennir sjúkdóminn eru klæjandi útbrot sem gjarnan byrja í andliti en færast síðan niður líkamann, þar með talið kynfæri. Í framhaldinu verða útbrotin að bólum með vessa sem líkjast hlaupabólu og er vessinn smitandi. Þegar bólurnar hafa þornað er einstaklingurinn ekki lengur smitandi.“ Hafi greininguna í huga Sjúkdómsmyndin getur líkst öðrum sjúkdómum eins og hlaupabólu eða sárasótt en greining er staðfest með rannsókn á vessa úr bólunum. „Bólusetning með bóluefni gegn bólusótt er talin geta verndað gegn smiti en aðgengi að slíkum bóluefnum er takmarkað. Lyfjameðferð með veirulyfinu tecovirimat er talin geta gagnast við sýkingunni en það lyf er ekki á markaði hér. Rétt er að árétta að monkeypox er afskaplega sjaldgæf sýking og ekki útilokað að hún berist hingað til lands. Almenningur og heilbrigðisstarfsmenn eru beðnir um að hafa greininguna í huga, sérstaklega hjá þeim sem hafa verið á ferð erlendis og eru með einkennandi útbrot,“ segir Þórólfur í færslunni.
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Sjá meira
Apabóla skýtur upp kollinum í Evrópu og Bandaríkjunum Sjaldgæfur sjúkdómur sem kallast apabóla hefur skotið upp kollinum í nokkrum Evrópulöndum og nú síðast í gær í Massachussetts í Bandaríkjunum. 19. maí 2022 07:40