Þórdís Lóa segir línur fara að skýrast í Reykjavík Heimir Már Pétursson skrifar 19. maí 2022 19:37 Þórdís Lóa Þórhallsdóttir oddviti Viðreisnar telur líklegt að hreyfing komist á meirihlutaviðræður í borginni á morgun eða strax eftir helgi. Stöð 2/Sigurjón Oddviti Viðreisnar telur að hreyfing gæti komist á meirihlutaviðræður í Reykjavík á morgun og formlegar viðræður gætu hafist eftir helgi. Hún þakkar pent fyrir áskorun oddvita Flokks fólksins um að slíta bandalaginu við Samfylkingu og Pírata en segist vera í því bandalagi af fullri alvöru. Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Nú þegar fimm dagar eru liðnir frá sveitarstjórnarkosningum eru formlegar meirihlutaviðræður enn ekki hafnar í Reykjavík þótt flestir segist vera að tala saman með einum eða öðrum hætti. Á meðan bandalag Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata heldur virðist liggja beinast við að Einar Þorsteinsson oddviti Framsóknar hefji viðræður við þau. Í hádegisfréttum Bylgjunnar skoraði Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins á Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur oddvita Viðreisnar að hefja viðræður um myndun meirihluta Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks, Viðreisnar og Flokks fólksins. Það er eini pólitískt mögulegi meirihlutinn fyrir Sjálfstæðisflokkinn miðað við útilokanir annarra flokka á samstarfi við aðra og mjög ósennilegt verður að teljast að Samfylkingin færi í meirihluta með Sjálfstæðisflokknum. Þórdís Lóa oddviti Viðreisnar segir mikilvægt að nýjir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins nái að kynnast borgarfulltrúum annarra flokka áður en viðræður hefjist.Stöð 2/Sigurjón „Við erum nú alveg af heilum hug í þessu bandalagi. Þetta bandalag snýst um þessar stóru línur sem við lesum út úr kosningunum. Þannig að ég segi bara takk fyrir áskorunina en við stöndum við okkar,“ segir Þórdís Lóa. Oddviti Viðreisnar er hin rólegasta yfir stöðunni og sagðist hafa átt ágætan fund með Einari í dag. „Fólk er enn að tala saman. Það er alltaf undanfari þess að eitthvað fari að gerast. Svo þurfa náttúrlega framsóknarmenn og konur að kynnast okkur. Því að það er staðreyndin að við sem erum oddvitar í borgarstjórn erum meira og minna öll búin að vera hér í fjögur ár,“ segir Þórdís Lóa en allir borgarfulltrúar Framsóknarflokksins eru nýir í borgarstjórn. Þótt ekki hafi tekist að mynda meirihluta í Reykjavík er gamli meirihlutinn enn að störfum fram til 30. maí. Ný borgarstjórn kemur síðan saman á fundi hinn 7. júní.Grafík/Kristján Hvað sem öllum þreifingum líður sem hófust strax að loknum kjördegi þá er gamla kjörtímabilið ekki búið. Reglulegur fundur verður í borgarstjórn næst komandi þriðjudag og borgarráð sem hefði átt að koma saman á fimmtudag, sem ber upp á uppstigningardag, fundar á miðvikudag. Síðasti dagur kjörtímabilsins er hinn 30. maí og nýtt kjörtímabil hefst daginn eftir. Ný borgarstjórn kemur síðan saman hinn 7. júní, hvort sem búið verður að mynda nýjan meirihluta eða ekki. „Í dag er fimmtudagur. Erum við að fara að sjá einhverjar línur skýrast á morgun og mögulega að meirihlutaviðræður hefjast eftir helgi, ég myndi veðja á það. En ég ætla ekki að fá að vera jarðfræðingurinn sem fær gosið í baksýnisspegilinn og segir ég veit það ekki og svo byrjar allt. Þannig að ég myndi veðja á að línur skýrist á morgun og í síðasta lagi strax eftir helgi. Gamli tíminn hefði gert þetta um helgina en nýi tíminn gerir það ekki,“ segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Reykjavík Borgarstjórn Viðreisn Tengdar fréttir Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Sjá meira
Kolbrún skorar á Viðreisn að skilja við bandalag Samfylkingar og Pírata Kolbrún Baldursdóttir oddviti Flokks fólksins í Reykjavík skorar á Viðreisn að segja sig frá bandalagi við Samfylkingu og Pírata og mynda meirihluta með Sjálfstæðisflokki, Framsókn og Flokki fólksins. Hún hafi fulla trú á að í slíkum meirihluta kæmi hún áherslum sínum til framkvæmda. 19. maí 2022 13:04