Ekkert lát á aukinni verðbólgu og hækkun íbúðaverðs Heimir Már Pétursson skrifar 18. maí 2022 11:52 Framboð á íbúðarhúsnæði er enn langt í frá því að anna eftirspurninni. Vísir/Vilhelm Mikil hækkun varð á verði íbúðarhúsnæðis milli mars og aprílmánaðar og hefur hækkunin verið 22,3 prósent síðustu tólf mánuði og heldur áfram að kynda undir verðbólgunni. Greiningardeildir bankanna reikna með enn frekari hækkunum. Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir. Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Eftir 7,1 prósenta efnahagssamdrátt vegna kórónuveirufaraldursins árið 2020 spá greiningardeildir bankanna og Seðlabankinn töluverðum hagvexti á þessu ári. Þannig spáir Greining Íslandsbanka fimm prósenta hagvexti á þessu ári aðallega vegna fjölgunar ferðamanna, aukins verðmætis útflutnings fiskafurða og hugverka. Hvað hag almennings varðar eru þó ský á lofti vegna aukinnar verðbólgu og hækkunar vaxta. Innanlands er verðbólgan drifin áfram af stöðugum hækkunum íbúðaverðs sem hækkaði um 2,7 prósent frá mars til apríl og hefur þá hækkað um 22,2 prósent síðustu tólf mánuði. Mynd/Hag Bergþóra Baldursdóttir hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir ekki sjá fyrir endan á þessum hækkunum. „Nei, ekki enn. Þetta er eins og við gerðum ráð fyrir að íbúðarverð myndi hækka næstu mánuði áður en það fer aðeins að róast. Það er bara enn rosalega mikil eftirspurn á markaðnum og framboðið ekki enn komið inn. Þannig að það er útlit fyrir að þetta haldi áfram næstu mánuði,“ segir Bergþóra. Verðbólga hefur líka aukist mikið. Hún var 4,6 prósent í apríl í fyrra en í byrjun þessa mánaðar var hún komin í 7,2 prósent. Á síðasta vaxtaákvörðunardegi Seðlabankans í byrjun mánaðarins kom fram að hann reiknaði með að verðbólga færi yfir átta prósent á næsta ársfjórðungi. Bergþóra segir verðbólgu halda áfram að aukast á meðan húsnæðisverð haldi áfram að hækka sem og innflutt verðbólga. „Þannig að við erum að spá því líka að verðbólga muni aukast. Ná hámarki í 8,4 prósentum í ágúst. Um leið og íbúðamarkaðurinn fer að róast og það fer aðeins að hægjast á þessum hækkunum á íbúðamarkaði gætum við séð verðbólguna hjaðna þegar frá líður,“ segir Bergþóra. Þetta sé þó háð óvissu um þróun verðbólgu í öðrum löndum þótt jafnvægi á íbúðaverði nái vonandi að vega upp á móti innfluttri verðbólgu. „Við eins og önnur lönd víðast hvar í kringum okkur erum að glíma við þetta saman vandamál. Mikla verðbólgu og þar af leiðandi munu vextir hækka enn meira,“ segir Bergþóra Baldursdóttir.
Húsnæðismál Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07 Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30 AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Árstaktur íbúðaverðs mælist enn yfir 22 prósentum Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7 prósent á milli mánaða samkvæmt nýbirtri mælingu Þjóðskrár fyrir aprílmánuð en til samanburðar nam hækkunin í mars 3,1 prósentum. 17. maí 2022 16:07
Stjórnvöld verði að setja hömlur á leiguverð Sérfræðingur í vinnumarkaðsrannsóknum segir stjórnvöld verða að setja einhverjar hömlur á hækkun leiguverðs. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn varar í nýju áliti við áhættu hjá bönkunum vegna óeðlilegra húsnæðisverðshækkana. 11. maí 2022 22:30
AGS: Aðgerðir stjórnvalda þurfi að stemma stigu við hækkandi húsnæðisverði Sendinefnd Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, sem lagt hefur mat á efnahag Íslands að undanförnu, telur að efnahagshorfur landsins séu jákvæðar en þó háðar töluverðri óvissu. Sendinefndin mælir með því að aðgerðir stjórnvalda miðist að því að draga úr verðbólguþrýstingu og síhækkandi húsnæðisverði. 11. maí 2022 10:40