Skrtel hefur áhyggjur af heilsunni og leggur skóna á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. maí 2022 23:01 Martin Skrtel lék stærstan hluta ferilsins með Liverpool. Alex Livesey/Getty Images Martin Skrtel, fyrrverandi varnarmaður Liverpool, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna frægu eftir rúmlega tveggja áratuga langan atvinnumannaferil. Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi. Fótbolti Slóvakía Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira
Þessi slóvakíski fyrrum varnarmaður er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool, en hann var í rúm átta ár hjá félaginu. Á ferli sínum lék hann einnig með liðum á borð við Zenit, Fenerbache, Atalanta, Istanbul Basaksehir og nú seinast Spartak Trnava í heimalandinu. Skrtel sagði frá því að hann væri að leggja skóna á hilluna á blaðamannafundi hjá Spartak Trnava og sagði ástæðuna vera heilsufarslega. „Með því að koma til Trnava upplifði ég drauminn minn. Ég held að þá ég sé kominn á þennan aldur geti ég samt hjálpað liðinu og spilað í hæsta gæðaflokki,“ sagði þessi 37 ára varnarmaður. „En ástæðan fyrir því að ég er að hætta er heilsufarsleg. Ég er með æðakölkun (e. Plaques) og það heldur aftur að mér, bæði í fótboltanum og fjölskyldulífinu. Ég man ekki eftir þeim degi þar sem ég fann ekki fyrir sársauka. Ég hef æft með hjálp lyfja seinustu mánuði.“ „Ég átti í erfiðleikum með að ganga hundrað metra með syni mínum. Sársaukinn er nokkuð mikill. Ég finn mest fyrir þessu þegar ég hleyp, hoppa og lendi í samstuði, en það er eitthvað sem við þurfum á að halda í fótbolta. Þess vegna hef ég ákveðið að leikurinn á móti Dunajska verður minn síðasti. Ekki bara fyrir Spartak Trnava, heldur á ferlinum.“ „Ég get ekki ímyndað mér lífið án fótbolta, en nú er kominn tími til að fylgja huganum frekar en hjartanu. Ég á heilsuna bara einu sinni. Nú tekur borgaralegt líf við og ég vil geta notið þess á einhvern hátt án sársauka.“ Wishing you all the best in your retirement, Martin Škrtel ❤ pic.twitter.com/UMOgtruq5T— Liverpool FC (@LFC) May 17, 2022 Á 21 árs löngum ferli sínum lék Martin Skrtel 487 deildarleiki, en þar af voru 242 fyrir Liverpool. Þá lék hann einnig 104 leiki fyrir slóvakíska landsliðið sem gerir hann að fjórða leikjahæsta leikmanni liðsins frá upphafi.
Fótbolti Slóvakía Mest lesið „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Enski boltinn Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein Fótbolti Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Enski boltinn Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Fótbolti Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Enski boltinn Fanndís leggur skóna á hilluna Fótbolti „Ekki gleyma mér“ Enski boltinn Fleiri fréttir Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Lögregla með rassíu hjá argentínska sambandinu Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Kounde kveikti í endurkomu Börsunga Dramatískur sigur Liverpool án Salah Bæjarar lentu undir en komu til baka Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Sjá meira