Leigubílsstjórar í Róm svindla alltaf á Tomma Jakob Bjarnar skrifar 17. maí 2022 15:44 Tommi deildi með þingheimi reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um heiminn. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra mælti fyrir frumvarpi sínu um leigubíla nú síðdegis og þegar þetta er skrifað er það til umræðu á þinginu. Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, vakti athygli í umræðunni með því að deila með þingmönnum persónulegri reynslu sinni af leigubílum víðs vegar um veröldina. Leigubílafrumvarpið hefur verið nokkuð til umfjöllunar eins og sjá má hér undir í „tengdum greinum“. Ekki voru mikil átök um málið á þinginu heldur ræddu þingmenn ýmsa núansa á því. Dýrir leigubílarnir í Osló Tómas, sem betur er þekktur sem Tommi á Tommaborgurum, steig í ræðupúlt og vildi hins vegar deila með viðstöddum reynslu sinni af leigubílum. Hér og þar í veröldinni: Í Buenos Aires í Argentínu, þar segir Tommi að ekki sé nokkurt mál að fá leigubíl, þeir séu hvarvetna og allstaðar við hendina. Þegar Tommi er í New York þá tekur hann ýmis Taxi eða Uber og segir að þar sé um áþekka þjónustu að ræða. Í London bregður svo við, að sögn Tomma, að þar þurfa menn sem vilja gerast leigubílsstjórar að keyra um borgina í sex mánuði og læra göturnar utanbókar, sem skipta þúsundum. Í Uber noti þeir hins vegar google maps. Þeir sem eru í L.A. í Bandaríkjunum, þeim dettur ekki í hug annað en leigja sér bíl. „Í Róm, þar er alltaf reynt að svindla á mér,“ sagði Tommi og sagði að ýmsu að hyggja. Og nú tók að draga að því sem hann vildi til málanna leggja efnislega. Þegar Tommi var í Osló 2015 kostaði 34 þúsund krónur að fara með leigubíl af flugvellinum niðrí bæ. Þetta þykir Tomma dýrt og er ekki einn um það. Hanna Katrín, sem hefur látið frumvarp innviðaráðherra sig varða, þakkaði Tomma fyrir áhugaverða yfirreið yfir leigubílamarkað heimsins.Vísir/vilhelm Vill lækka verð á bensíni fyrir leigubílsstjóra Þá vék Tommi máli sínu að leigubílum í Reykjavík. Þeir séu frekar dýrir. Og þeir verði að vera dýrir því það er dýrt að búa á Íslandi og bensínið er dýrt. Því vildi Tommi gera það að tillögu sinni að athugað yrði hvort ekki væri vert að leigubílsstjórum sé gert kleift að kaupa bensín á niðursettu verði. Ef það kynni að verða til þess að lækka gjaldið fyrir farþegana. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sem hefur látið sig þessi mál mjög varða, var næst í púlt og þakkaði „áhugaverða yfirreið yfir leigubílamarkað heimsins“. Hanna Katrín sagði að nú sæist fyrir enda á því tímabili þar sem þeim sem efni hafa á fá afslátt á kaupum á rafmagnsbílum. Hvort ekki væri betri hugmynd að framlengja það ef um leigubíla er að ræða sem hefði sömu verðáhrif en töluvert betri umhverfisáhrif. Alþingi Samgöngur Leigubílar Tengdar fréttir Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Ráðherra vill friðmælast við leigubílstjóra Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur. 11. febrúar 2022 11:30 Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Leigubílafrumvarpið hefur verið nokkuð til umfjöllunar eins og sjá má hér undir í „tengdum greinum“. Ekki voru mikil átök um málið á þinginu heldur ræddu þingmenn ýmsa núansa á því. Dýrir leigubílarnir í Osló Tómas, sem betur er þekktur sem Tommi á Tommaborgurum, steig í ræðupúlt og vildi hins vegar deila með viðstöddum reynslu sinni af leigubílum. Hér og þar í veröldinni: Í Buenos Aires í Argentínu, þar segir Tommi að ekki sé nokkurt mál að fá leigubíl, þeir séu hvarvetna og allstaðar við hendina. Þegar Tommi er í New York þá tekur hann ýmis Taxi eða Uber og segir að þar sé um áþekka þjónustu að ræða. Í London bregður svo við, að sögn Tomma, að þar þurfa menn sem vilja gerast leigubílsstjórar að keyra um borgina í sex mánuði og læra göturnar utanbókar, sem skipta þúsundum. Í Uber noti þeir hins vegar google maps. Þeir sem eru í L.A. í Bandaríkjunum, þeim dettur ekki í hug annað en leigja sér bíl. „Í Róm, þar er alltaf reynt að svindla á mér,“ sagði Tommi og sagði að ýmsu að hyggja. Og nú tók að draga að því sem hann vildi til málanna leggja efnislega. Þegar Tommi var í Osló 2015 kostaði 34 þúsund krónur að fara með leigubíl af flugvellinum niðrí bæ. Þetta þykir Tomma dýrt og er ekki einn um það. Hanna Katrín, sem hefur látið frumvarp innviðaráðherra sig varða, þakkaði Tomma fyrir áhugaverða yfirreið yfir leigubílamarkað heimsins.Vísir/vilhelm Vill lækka verð á bensíni fyrir leigubílsstjóra Þá vék Tommi máli sínu að leigubílum í Reykjavík. Þeir séu frekar dýrir. Og þeir verði að vera dýrir því það er dýrt að búa á Íslandi og bensínið er dýrt. Því vildi Tommi gera það að tillögu sinni að athugað yrði hvort ekki væri vert að leigubílsstjórum sé gert kleift að kaupa bensín á niðursettu verði. Ef það kynni að verða til þess að lækka gjaldið fyrir farþegana. Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar sem hefur látið sig þessi mál mjög varða, var næst í púlt og þakkaði „áhugaverða yfirreið yfir leigubílamarkað heimsins“. Hanna Katrín sagði að nú sæist fyrir enda á því tímabili þar sem þeim sem efni hafa á fá afslátt á kaupum á rafmagnsbílum. Hvort ekki væri betri hugmynd að framlengja það ef um leigubíla er að ræða sem hefði sömu verðáhrif en töluvert betri umhverfisáhrif.
Alþingi Samgöngur Leigubílar Tengdar fréttir Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03 Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00 Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00 Ráðherra vill friðmælast við leigubílstjóra Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur. 11. febrúar 2022 11:30 Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00 Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Fleiri fréttir Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Sjá meira
Leigubílstjórar saka höfunda OECD-skýrslu um þekkingarleysi Bandalag íslenskra leigubílstjóra telur skýrslu OECD um samkeppnismat á regluverki í ferðaþjónustu og byggingariðnaði gera lítið úr reynslu, þekkingu og fagmennsku ýmissa iðngreina á Íslandi, þar á meðal leigubifreiðaakstri. 12. nóvember 2020 22:03
Stefnt að því að afnema stöðvaskyldu og kvóta Stefnt að því að breyta rekstrarumhverfi leigubifreiða fyrir 2020. Hanna Katrín Friðriksson saknar þess að minnst sé á tækninýjungar við gjaldtöku. Slíkt gæti gert fyrirtækjum á borð við Uber hægara um vik að hefja starfsemi hér á landi. 20. júní 2018 06:00
Segja ekki þörf á Uber: „Það er enginn skortur á leigubílum“ Ásgeir Þorsteinsson formaður Bandalags íslenskra leigufreiðastjóra segir að það það ætti að halda kröfum um meirapróf fyrir þá sem aka gegn gjaldi. 21. febrúar 2018 13:00
Ráðherra vill friðmælast við leigubílstjóra Einar Hafsteinn Árnason, formaður Fylkis sem er félag leigubílsstjóra á Suðurnesjum, átti fund með Sigurði Inga Jóhannssyni samgönguráðherra nýverið. Einar segir að ráðherra hafi gefið til kynna að hann myndi tala fyrir því að stöðvaskylda verði inni í nýju frumvarpi um leigubílaakstur. 11. febrúar 2022 11:30
Leigubílsstjórar telja Sigurð Inga hafa gengið á bak orða sinna Afar þungt hljóð er í leigubílsstjórum vegna frumvarps Sigurðar Inga Jóhannssonar ráðherra samgangna sem gengur í grófum dráttum út á að gefa starfsemi leigubílaaksturs frjálsa. 6. janúar 2022 11:00
Formaður Frama óttast fjölgun leigubílaleyfa og segir þá ekki of dýra Formaðurinn segir að tekjur leigubílstjóra muni minnka haldi samgönguráðherra því til streitu að fjölga leyfunum. Í dag bíði leigubílstjórar aðgerðalausir í langan tíma eftir hverri ferð. 14. júlí 2017 13:25