Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2022 21:05 Margir koma að gröf Fidchers í Laugardælakirkjugarði, ekki síst erlendir ferðamenn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira
Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Fleiri fréttir Auglýsir eftir eiganda poka með hvítu dufti Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Sjá meira