Vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 16. maí 2022 21:05 Margir koma að gröf Fidchers í Laugardælakirkjugarði, ekki síst erlendir ferðamenn. Magnús Hlynur Hreiðarsson Fimmtíu ár eru í sumar var skákeinvígi aldarinnar á milli Bobby Fischers og Boris Spasskís í Laugardalshöllinni. Verðlaunaféð á núvirði var um tvö hundruð milljónir króna. Guðni Ágústsson, fyrrverandi alþingismaður og ráðherra vill láta reisa styttu af Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarð við Selfoss. Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira
Góðir gestir komu nýlega færandi hendi í Fischersetrið á Selfossi og færðu safninu að gjöf innrammaða og myndskreytta grein á íslensku og úrdrátt úr henni á ensku um fjármálin tengd Einvígi aldarinnar. Þrátt fyrir að skrifaðar hafi verið fjölmargar bækur og margar greinar ritaðar um skákeinvígið hefur fjárhagshlið þess aldrei verið mikið uppi á yfirborðinu. Hilmar Viggósson sá um fjármál einvígisins. „Við byrjuðum má segja alveg blankir en einvígið endaði þannig fjárhagslega að við fórum með hagnað út úr því. Það var hagnaður upp á mig minnir 16 milljónir króna,“ segir Hilmar. Hilmar segir að Bobby Fischer hafi fengið um 200 milljónir króna í verðlaun fyrir sigur í einvíginu á núvirði. Hilmar Viggósson, sem sá um fjármál einvígsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað gerði hann við alla þessa peninga? „Hann geymdi þá í banka og gott ef það var ekki í Landsbankanum í einhvern tíma.“ Einvíginu lauk 1. september 1972 en fyrsta skákin var teflt 11. júlí. Leiði Bobby Fischers er í Laugardælakirkjugarði rétt við Selfoss þar sem hann hvílir. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra og velunnari Fischersetursins vill láta reisa risa styttu af Fischer við kirkjuna. „Þangað koma rúturnar, það eru biðraðir oft á sumrin við grafreitinn. Fólk myndar sig við grafarsteininn og þar heiðra margir minningu hans. Ég vil fá upp á vegginn í Laugardælakirkju bestu skák Bobby Fiscers og okkar snillings, Friðriks Ólafssonar,“ segir Guðni. Guðni Ágústsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, sem vill láta reisa styttu af Bobby Fischer við gröf hans í Laugardælakirkjugarði.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvernig vill Guðni halda upp á 50 ára afmæli einvígsins? „Það er bara þjóðhátið, þeir ætla að gera það, hingað koma bestu skákmenn heimsins og heimsmeistarinn að tefla, þannig að við eigum að gera þetta að ærlegri þjóðhátíð, skákþjóðin Ísland.“ Frá afhendingu gjafarinnar til Fischersetursins á Selfossi, sem Aldís Sigfúsdóttir tók á móti.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Flóahreppur Einvígi aldarinnar Bobby Fischer Styttur og útilistaverk Söfn Kirkjugarðar Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Fleiri fréttir Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Sjá meira