Phil Mickelson dregur sig úr PGA meistaramótinu Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 14. maí 2022 07:00 Phil Mickelson mun ekki verja titilinn á PGA meistaramótinu. Luke Walker/WME IMG/WME IMG via Getty Images Ríkjandi meistari Phil Mickelson mun ekki verja titil sinn á PGA meistaramótinu sem fram fer næstu helgi þar sem hann hefur dregið sig úr leik. Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“ Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Þessi 51 árs gmli kylfingur varð sá elsti í sögunni til að vinna risamót þegar hann vann PGA meistaramótið á Kiawah-eyju í fyrra, en það var hans sjötti sigur á risamóti. Mickelson hefur hins vegar ekki keppt í golfi síðan í febrúar, eða síðan hann fékk á sig mikla gagnrýni fyrir ummæli sín um nýja sádí-arabíska ofurgolfdeild. Hann var því ekki með á Masters-mótinu í síðasta mánuði, en það var í fyrsta skipti í 28 ár sem Mickelson missir af því móti. Ummæli hans urðu líka til þess að margir stuðningsaðilar hans sögðu upp smningum sínum við kylfinginn. Mickelson var meðal þeirra 156 kylfinga sem skráðir voru til leiks á PGA meistaramótið sem fram fer dagana 19.-22. maí. PGA sendi hins vegar frá sér yfirlýsingu á Twitter í gær þar sem kom fram að kylfingurinn hefði dregið nafn sitt til baka. pic.twitter.com/KhZ01xWMSB— PGA Championship (@PGAChampionship) May 13, 2022 „Okkur voru að berast þær fréttir að Phil Mickelson hefur dregið sig úr keppni á PGA meistarmótinu,“ segir í yfirlýsingunni. „Phil er ríkjandi meistari og hefur því unnið sér inn réttinn til að vera „PGA Life Member“ og honum hefði verið velkomið að taka þátt.“
Golf PGA-meistaramótið Tengdar fréttir Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01 Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Fótbolti Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Tiger og Mickelson skráðir á risamótið í næstu viku Tiger Woods og Phil Mickelson hafa báðir skráð sig til keppni á öðru risamóti ársins í golfi, PGA meistaramótinu, sem fram fer í Oklahoma 19.-22. maí. 10. maí 2022 12:01