Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 12. maí 2022 21:31 Flestir sem fréttastofa ræddi við á Akranesi segja holótta vegi stórt kosningamál. vísir Holóttir vegir plaga kjósendur á Akranesi sem vilja úrbætur á vegakerfinu. Oddvitar allra framboðslista boða sókn í samgöngu- og atvinnumálum og segja fyrsta skref að ráða Sævar Frey Þráinsson aftur sem bæjarstjóra. Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr. Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira
Níu bæjarfulltrúar mynda bæjarstjórn á Akranesi. Samfylking og Framsókn og frjálsir í meirihluta með samtals fimm menn og Sjálfstæðisflokkur í minnihluta með fjóra menn. Samfylking og Framsókn og frjálsir eru í meirihluta í bæjarstjórn á Akranesi.ragnar visage Í sveitarfélaginu búa 7.841 og á kjörskrá eru 5.700. Sömu þrír listar bjóða fram til sveitarstjórnarkosninga á laugardaginn. Það eru B listi Framsóknar og frjálsra, D listi Sjálfstæðisflokksins og S listi Samfylkingarinnar. Oddvitar flokkanna leggja allir áherslu á atvinnu- og samgöngumál. Ragnar Baldvin Sæmundsson er oddviti Framsóknar og frjálsra á Akranesi.arnar halldórsson „Við leggjum upp með sókn í atvinnumálum, skólamálum, velferðarmálum, húsnæðismálum. Við höfum verið að vinna að mjög flottum verkefnum og viljum halda því starfi áfram. Bæjarfélagið á mikið inni. Hér eru ótal tækifæri og við viljum grípa þau og nýta,“ sagði Ragnar Baldvin Sæmundsson, oddviti Framsóknar og frjálsra. Líf Lárusdóttir er oddviti Sjálfstæðisflokksins á Akranesiarnar halldórsson „Það þarf að efla hérna atvinnumál. Við þurfum að horfa mjög langt fram í tímann og hugsa. Ætlum við að vera sofandi úthverfi frá Reykjavík? Eða byggja hér upp öflugt atvinnulíf en nýta engu að síður þá kosti sem óumflýjanlega felast í því að vera hérna rétt hjá Reykjavík,“ sagði Líf Lárusdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins. „Við skiptum okkar áherslumálum niður í þrjá flokka sem eru fjölskyldan og farsæld hennar. Fjölbreytt og nútímalegt atvinnulíf og í þriðja lagi heilsa velferð og umhverfi,“ sagði Valgarður Lyngdal Jónsson, oddviti Samfylkingarinnar. Valgarður Lyngdal Jónsson er oddviti Samfylkingarinnar á Akranesi.arnar halldórsson Oddvitar allra lista segjast sammála um að mikil sóknartækifæri séu í sveitarfélaginu. En hvað ætli brenni á kjósendum? „Það sem skiptir mig miklu máli eru deiliskipulagsmál. Sérstaklega hvernig iðnaður er inni í bæjarfélaginu og svoleiðis,“ sagði Sigurður Bachmann Sigurðsson. „Atvinnumál, númer eitt, tvö, þrjú og fjögur og fimm,“ sagði Katrín Jónsdóttir. „Lóðamálin eru mér ofarlega. Það eru engar lóðir í boði og ekkert húsnæði,“ sagði Elísabet Axelsdóttir. Kjósendur þreyttir á holóttum vegum Þá var eitt kosningamál sem brann á lang flestum þeirra sem fréttastofa ræddi við í blíðunni á Skaganum. „Göturnar,“ sagði Gígja Símonardóttir. „Þeir mættu laga göturnar, holurnar í götunum. Það er dálítið um það hérna,“ sagði Sigríkur Eiríksson. „Það sem er mest talað um hér á Akranesi er hvað göturnar okkar eru sérlega slæmar. Ég held að það sé orðið landsfrægt,“ sagði Sigurður Bachmann. „Ég er klár“ Sævar Freyr Þráinsson, var ráðinn bæjarstjóri af meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar árið 2017 og svo aftur af núverandi meirihluta eftir kosningarnar árið 2018. Oddvitarnir þrír segjast allir vilja að Sævar starfi áfram sem bæjarstjóri. Sævar Frey Þráinsson er bæjarstjóri á Akranesi.arnar halldórsson „Ég er klár, það stendur alveg til hjá mér ef það er áhugi fyrir því. Nú látum við kosningarnar koma í ljós og svo klárum við þetta kannski,“ sagði Sævar Freyr Þráinsson, bæjarstjóri Akraness. Er alltaf svona sól hérna á Skaganum? „Það er alltaf sól og okkur líður stundum eins og á Flórída á flórídaskaganum,“ Sagði Sævar Freyr.
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Akranes Umferðaröryggi Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Sjá meira