Enginn flugstjóri fæst á vakt hjá Landhelgisgæslunni í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. maí 2022 13:24 Sigmaður á þyrlu Landhelgisgæslunnar. Vísir/vilhelm Enginn flugstjóri er á vakt til að fljúga þyrlum Landhelgisgæslunnar í dag. Fyrir vikið er þyrlan ekki til taks. Verið er að flytja einstakling landleiðina sem slasaðist alvarlega undir Eyjafjöllum í morgun. Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar. Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Fólksbíll hafnaði utan vegar vestan Efra Bakkakots á tólfta tímanum í morgun. Ökumaðurinn er alvarlega slasaður samkvæmt upplýsingum Lögreglunnar á Suðurlandi. Þjóðvegur 1 er lokaður sem stendur á meðan rannsóknarlögreglumenn sinna vinnu á vettvangi. Óskað var eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar en hún var ekki tiltæk. Ástæðan er sú að flugstjórinn sem á að vera á vakt er veikur og ekki tókst að kalla út annan flugstjóra af frívakt. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynist sífellt erfiðara að kalla flugstjóra af frívakt en þeir eru langþreyttir á því að ekki sé gengið frá kjarasamningum við þá. „Okkur þykir miður að þyrlusveit stofnunarinnar hafi ekki getað annast útkallið,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Allt hafi verið reynt til að kalla út flugstjóra á frívakt en án árangurs. Fimm manna vakt er á þyrlunni, fjórir á svæðinu en þyrlan fer ekkert án flugstjóra. „Við þessar aðstæður hefur okkur langoftast tekist að kalla fólk út á frívakt vegna einstaks velvilja starfsfólks,“ segir Ásgeir. Sex flugstjórar eru starfandi hjá Landhelgisgæslunni. Ásgeir segir að tveir þeirra séu búsettir fyrir norðan, einn sé veikur og því sé ekki upp á mikið að hlaupa. Flugmenn hjá Landhelgisgæslunni hafa verið með lausa kjarasamninga í tvö og hálft ár. Formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna tjáði fréttastofu á dögunum að það kæmi honum á óvart að enn hefði ekki skapast neyðarástand vegna stöðunnar. „Það er eins og yfirvöld þurfi stórslys til þess að átta sig á alvarleika stöðunnar hjá Landhelgisgæslunni,“ sagði Jón Þór Þorvaldsson, formaður FÍA. Sífellt erfiðara væri að manna bráðnauðsynlegar vaktir á þyrlum Gæslunnar.
Landhelgisgæslan Kjaramál Tengdar fréttir Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52 Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13 Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Fleiri fréttir „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Sjá meira
Þjóðvegur 1 lokaður eftir bílslys undir Eyjafjöllum Þjóðvegur 1 er nú lokaður undir Eyjafjöllum eftir að fólksbíll hafnaði utan vegar skammt vestan Efra Bakkakots. Verið er að flytja ökumanninn á sjúkrahús. 10. maí 2022 12:52
Mikill viðbúnaður vegna báts sem tók niðri Mikill viðbúnaður var hjá Landhelgisgæslunni og björgunarsveitum á áttunda tímanum í kvöld vegna harðbotna slöngubáts sem tók niðri við eyjuna Vigur í Ísafjarðardjúpi. 9. maí 2022 20:13