Flestir landsmenn ósammála veðbönkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2022 11:06 Eyþór, Sigga, Elín og Beta á fyrstu æfingunni sinni á Eurovision sviðinu á dögunum. EBU Fjórðungur landsmanna telur að Með hækkandi sól, framlag Íslands í Eurovision, þetta árið endi í 16.-20. sæti keppninnar, ólíkt veðbönkum sem spá Íslandi ekki áfram á úrslitakvöldið. Stuðningsmenn Sósíalistaflokksins og Flokk fólksins eru bjartsýnastir á gengi Systranna, Miðflokksmenn svartsýnastir. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi. Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem fram kemur í nýrri könnun Maskínu sem framkvæmd var þann 29. apríl til 4. maí síðastliðinn. Þar má sjá að flestir þeirra sem tóku afstöðu, eða fjórðungur, spá Íslandi 16. til 20. sæti, sem myndi þýða að atriði Íslands komist upp úr undanúrslitariðlinum annað kvöld. Öðruvísi gæti Ísland ekki endað í einu af þessum sætum, þar sem 26 atriði taka þátt á úrslitakvöldinu næstkomandi laugardag. Samkvæmt samantekt Eurovision World spá veðbankar framlagi Íslands í ár 33. sæti í heildarkeppninni og 13. sæti í fyrri undanúrslitinum annað kvöld. Fimmtán prósent þeirra sem tóku þátt í Maskínu eru svipað svartsýn og veðbankarnir og spá Íslandi einu af fimm neðstu sætunum, 36. til 40. sæti. Níu prósent spá Systrunum 31. til 35. sæti. Tólf prósent spá laginu 6. til 10. sæti, tíu prósent spá laginu 11. til 15. sæti, sama hlutfall spáir 21. til 26. sæti. Athygli vekur að fæstir spá laginu verulega góðum árangri, eða 1. til 5. sæti, aðeins sex prósent. Íbúar Austurlands svartsýnastir Sé litið á niðurstöður könnunarinnar út frá búsetu eru íbúar á Austurlandi þeir svartsýnustu, 27,2 prósent þeirra telja að lagið muni enda í einu af fimm neðstu sætunum. Íbúar í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur eru bjartsýnastir. 8,5 prósent þeirra telja að Systurnar hreppi eitt af fimm efstu sætunum. Sé litið til stjórnmálaskoðana má sjá að stuðningsmenn Flokks fólksins og Sósíalistaflokksins eru bjartsýnastir á gengi Íslands. Fimmtungur þeirra telur að Ísland endi í einu af fimm efstu sætunum. Miðflokksmenn eru áberandi svartsýnastir en 39 prósent þeirra telja að Með hækkandi sól endi í einu af fimm neðstu sætunum. Næst svartsýnastir eru Framsóknarmenn, 16,5 prósent þeirra eru sammála Miðflokksmönnum. Systurnar stíga á svið í Tórínó annað kvöld í fyrri undanúrslitum Eurovision. Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Sylvía Rut Sigfúsdóttir og Dóra Júlía Agnarsdóttir eru fulltrúar fréttastofunnar á Eurovision í Tórínó á Ítalíu. Munu þær birta fréttir, viðtöl, hlaðvörp og auðvitað líka reglulega þætti af Júrógarðinum. Alla umfjöllun okkar um Eurovision keppnina má finna HÉR á Lífinu á Vísi.
Eurovision Tengdar fréttir Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01 Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36 „Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11 Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Litadýrð, fjaðrir og gulir úlfar á túrkís dregli Eurovision Opnunarhátíð Eurovision fór fram í Reggia di Venaria höllinni í Tórínó í gær. Allir keppendur gengu túrkísbláan dregil upp að höllinni fyrir viðburðinn og ræddu þar við fjölmiðla og heilsuðu aðdáendum sem höfðu stillt sér upp meðfram dreglinum. 9. maí 2022 09:01
Systur stóðu fyrir jafnrétti í opnunarpartýi Eurovision Íslenski hópurinn var glæsilegur á túrkis-dreglinum í kastalanum Reggia di Venaria í dag. Systkinin tóku sig vel út í persónulegum klæðnaði og segja erlenda fjölmiðla mikið hafa spurt sig út í það hvað þau standa fyrir. 8. maí 2022 21:36
„Við vissum ekkert hvað við værum að fara út í“ Systurnar Beta, Sigga og Elín Ey keppa í undankeppni Eurovision næstkomandi þriðjudagskvöld fyrir hönd okkar Íslendinga. Við settumst niður með þeim á krúttlegum ítölskum veitingastað og fengum aðeins að taka púlsinn fyrir Júrógarðinn. 8. maí 2022 13:11
Júrógarðurinn: Komst alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun Júrógarðurinn, þáttur okkar um Eurovision keppnina, er farinn aftur af stað eftir árshlé síðan í Rotterdam. Í þáttunum verður farið yfir allt það helsta varðandi keppnina og þátttöku Íslendinga. 5. maí 2022 11:38