Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 08:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast ekki ný undirafbrigði omikron þó að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um hversu alvarleg þau eru. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Sjá meira
Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00