Ekki sérlega smeykur við ný afbrigði veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2022 08:59 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, óttast ekki ný undirafbrigði omikron þó að ekki séu enn öll kurl komin til grafar um hversu alvarleg þau eru. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segist ekki hafa of miklar áhyggjur af nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Nýtt undirafbrigði omikronafbrigðisins þykir meira smitandi en önnur en óljóst er hvort það valdi alvarlegri veikindum. Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Greint hefur verið frá því að fólk hér á landi hafi greinst smitað af undirafbrigði sem greindist fyrst í Suður-Afríku. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sagði nákvæmar upplýsingar lægju ekki enn fyrir um alvarleika svonefnds BA4 og BA5 afbrigðis en að hann vonaðist til að það væri svipað og það fyrra: bólusettir gætu smitast en þeir fengju vægari einkenni og sýkingin sjálf verndi betur. Sérstök ástæða hefur verið talin til að fylgjast með þróun undirafbrigðanna vegna eðli stökkbreytinganna í svonefndu broddprótíni þeirra. Þórólfur sagði að vegna þess hefðu sérfræðingar áhyggjur af breytingum á sjúkdómnum eða einkennum. „Ég held að maður sé ekkert að hafa of miklar áhyggjur á þessu stigi,“ sagði Þórólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Það borgaði sig þó að segja sem minnst um alvarleika afbrigðisins að svo stöddu. Veiran hafi oft leikið á hann áður og því væri ástæða til að fylgjast vel með og vera tilbúin að grípa til ráðstafana ef til þyrfti. Þessa dagana greinist um fimmtíu manns smitaðir af kórónuveirunni á dag en líklega sé fjöldinn hærri. Fáir leggist inn á sjúkrahúss vegna hennar. Fyrir helgi hafi tveir legið inni á Landspítala með Covid-19. Þeir sem hafi fengið veikina þekki þó að hún sé ekki venjuleg pest þó að margir sleppi vel.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Enn óljóst hvaða langtímaafleiðingar Covid getur haft Sóttvarnalæknir segir að langtímaafleiðingar Covid eigi enn eftir að koma í ljós en sífellt færri eru nú að greinast með veiruna hér á landi. Ljóst er að aukin áhætta er á blóðtappamyndun eftir Covid en sú áhætta er mögulega lengur til staðar heldur en áður var talið. Ástæða er til að fólk fari varlega eftir veikindi. 27. apríl 2022 14:00