Fyrsta skóflustunga tekin eftir harmleikinn í haust Eiður Þór Árnason skrifar 8. maí 2022 21:07 Konráð Sveinn Svafarsson tók fyrstu skóflustunguna. Arna Björg Bjarnadóttir Fyrsta skóflustunga var í dag tekin að nýrri kirkju í Grímsey en Miðgarðskirkja brann til grunna ásamt öllum kirkjumunum síðastliðið haust. Áætlað er að vígja nýja kirkju sumarið 2023. Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Fornleifafræðingar munu á næstu dögum kanna hvort fornleifar sé að finna þar nýja kirkjan mun rísa. Ef engar mennskar minjar finnast verður í framhaldinu grafinn grunnur að nýrri kirkjubyggingu og hafist handa við smíði hennar. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Samtökum sveitarfélaga á Norðurlandi eystra (SSNE). Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, var viðstaddur skóflustunguna.Arna Björg Bjarnadóttir Í tilefni dagsins flutti Sr. Oddur Bjarni Þorkelsson, sóknarprestur Grímseyinga, stutta hugvekju, og síðan tók Konráð Sveinn Svafarsson, ungur Grímseyingur, fyrstu skóflustunguna. Að því loknu var boðið upp á veislukaffi að hætti Grímseyinga. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.MINJASTOFNUN Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar þann 22. september í fyrra og samþykktu einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann til kaldra kola daginn áður. Strax hófst söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja brann til grunna á svipstundu og var lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867. Boðið var upp á veglegt veislukaffi eftir skóflustunguna í dag.Arna Björg Bjarnadóttir Að sögn SSNE hafa þegar safnast nokkrir fjármunir fyrir nýju kirkjubyggingunni en Grímseyingar hafa lagt mikið kapp á að ný kirkja rísi í eynni eftir harmleikinn í haust. „Grímseyingar standa þó frammi fyrir þeirri staðreynd að enn vantar nokkuð fjármagn til framkvæmdarinnar og hafa af því tilefni opnað söfnunarsíðuna grimsey.is/kirkja“ Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731 Meðfylgjandi myndband var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur seinasta sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt.
Söfnunarreikningur fyrir byggingu Miðgarðakirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum:Kennitala: 460269-2539Reikningsnúmer: 565-04-250731
Kirkjubruni í Grímsey Akureyri Grímsey Tengdar fréttir Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03 Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35 Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Fleiri fréttir Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Sjá meira
Stefnt að því ný kirkja rísi í Grímsey næsta sumar Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna. 15. desember 2021 14:03
Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. 23. september 2021 13:35
Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna. 22. september 2021 20:01