Söngvari Baraflokksins fallinn frá Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2022 17:17 Ásgeir Jónsson söngvari Baraflokksins er fallinn frá aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir Jónsson tónlistarmaður, sem einkum er þekktur fyrir það að hafa verið forsöngvari hinnar sögufrægu hljómsveitar Baraflokksins frá Akureyri, er fallinn frá. Ásgeir var fæddur 22. nóvember 1962 og hefði því orðið sextugur á þessu ári. Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Bróðir Ásgeirs, Vilhjálmur Jónsson, greindi frá andlátinu á Facebook fyrr í dag. Ásgeir náði aðeins 59 ára að aldri. Ásgeir starfaði árum og áratugum saman við hljóðstjórn og hljóðupptökur, meðal annars í samstarfi við Tómas Tómasson bassaleikara Stuðmanna sem féll frá fyrir nokkrum árum. Baraflokkurinn var stofnaður 1979 og starfaði samfellt til 1984, hélt fjölda tónleika og kom meðal annars fram í kvikmynd Friðriks Þórs Friðrikssonar Rokk í Reykjavík og vakti þar verðskuldaða athygli fyrir fönk- og pönkskotna nýbylgjutónlist sína. Ekki síst vakti söngur og sviðsframkoma Ásgeirs aðdáun og er varla ofsagt að segja að þar og þá hafi flokkurinn komið Akureyri eftirminnilega á tónlistarkortið aftur síðan hljómsveit Ingimars Eydal var og hét. Ásgeir var auk þess að vera söngvari, aðal laga- og textasmiður Baraflokksins sem sendi frá sér þrjár plötur: Lizt og Gas sem komu út þá er hljómsveitin var starfandi. Árið 2000 kom út platan Zahír og kom hljómsveitin saman af því tilefni. Tíu árum síðar, eða 2010, hélt Baraflokkurinn upp á 30 ára afmæli sitt með tónleikum í sínum gamla heima bæ á Græna Hattinum og Hofi. Samstarfsmenn Ásgeirs og félagar í Baraflokknum syrgja nú sinn söngvara og vin á samfélagsmiðlum. Þór Freysson gítarleikari segir að sinn gamli vinur og félagi sé látinn. „Hér er „tribjút“ til Geira, eitt af hans bestu lögum - A Matter Of Time …“ Klippa: Baraflokkurinn - Matter of Time
Tónlist Andlát Akureyri Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira