Hljómsveitin Systur, skipuð þeim Elínu, Betu, Siggu og Eyþóri, er fulltrúi Íslands í keppninni. Lagið þeirra Með hækkandi sól er samið af Lay Low.
„Það byrjaði miklu hægar, það var alveg mjög þungt“ segir lagahöfundurinn um sköpunarferlið í fyrsta þættinum af Júrógarðinum. Með hækkandi sól er fyrsta lagið sem Lay Low sendir í Söngvakeppnina og komst hún alla leið í Eurovision í fyrstu tilraun.
„Fólk talar um að það sé rólegt, þið hefðuð átt að heyra fyrstu útgáfuna,“ segir Lay Low.
Viðtalið má sjá í heild sinni í þættinum í spilaranum hér fyrir neðan. Júrógarðurinn verður auðvitað í keppnishöllinni í Tórínó og munu birtast fréttir, viðtöl, þættir og hlaðvörp um Eurovision hér á Lífinu á Vísi.