Fjallað er um málið í Fréttablaðinu í dag þar sem segir að í síðustu kosningum hafi erlendir ríkisborgarar á kjörskrá verið 11.680. Nú eru þeir hinsvegar 31.703.
Í blaðinu er bent á að nokkur fjölgun hafi verið í hópi útlendinga hér á landi síðustu árin en það skýrir þó aðeins hluta fjölgunarinnar.
Meira máli skipta nýju kosningalögin sem tóku gildi um áramót en þá voru reglur varðandi kjörgengi útlendinga rýmkaðar verulega.