Með sterkar skoðanir fyrir kosningar: „Laxeldi í bæinn og ekkert múður með það“ Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 5. maí 2022 08:02 Karlarnir fá sér kaffibolla á Olís-bensínstöðinni í Bolungarvík. vísir/bjarni Karlarnir á bensínstöðinni vilja fiskeldi og atvinnutækifæri en konurnar á hjúkrunarheimilinu vilja búa í snyrtilegasta og fallegasta bæ á Vestfjörðum. Við kíktum til Bolungarvíkur og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar. Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku. Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Í Bolungarvík búa 956 manns. Í bæjarstjórn sitja sjö bæjarfulltrúar; Sjálfstæðismenn og óháðir með fjóra og þar af leiðandi hreinan meirihluta en K-listi Máttar meyja og manna í minnihluta með þrjá. Við litum við í Bolungarvík nýlega og tókum púlsinn á bæjarbúum fyrir kosningar: Jón Páll Hreinsson var ráðinn inn sem bæjarstjóri af meirihlutanum. „Það sem hefur gerst á svona undanförnum tólf til átján mánuðum er að að það hafa verið gríðarlegar sviptingar í atvinnumálum í Bolungarvík, við erum komin með mjög sterk fyrirtæki“ segir hann í samtali við fréttastofu. Hann nefnir þar fiskeldi og útgerðina Jakob Valgeir sem eru í vexti og svo nýju mjólkurvinnsluna Örnu. Og þessu fylgir atvinna sem kallar á fleira fólk í Bolungarvík. Jón Páll hefur verið bæjarstjóri í Bolungarvík frá árinu 2016.vísir/bjarni „Það er fyrirséð að hérna mun fólki fjölga á næstu árum. Einhver hundruð manns munu þurfa að flytja til Bolungarvíkur,“ segir Jón Páll. Laxeldi og fleiri störf En hvað segja Bolvíkingar um kosningarnar? Á Olís-bensínstöð bæjarins sitja karlarnir í kaffi þegar fréttastofa kíkir við. Sigurgeir Sigurgeirsson er matreiðslumaður: „Ég vil bara að bænum sé stjórnað almennilega. Þetta á bara að vera lítið samfélag og það eiga bara að vera menn sem stjórna þessu. Það eiga ekkert að vera neinir flokkar finnst mér,“ segir Sigurgeir sem kveðst þó vera sáttur með uppbygginguna sem á sér nú stað í bænum. Sigurgeir vill leggja niður flokkakerfið í Bolungarvík en slíkt persónukjör tíðkast nú víða á Vestfjörðum.vísir/bjarni Jón Vignir Hálfdánsson sjómaður þarf ekki að hugsa sig um tvisvar spurður hvert stærsta kosningamálið í ár sé: „Ég er búinn að segja það oft og ég segi það einu sinni enn. Ég vil fá laxeldi í bæinn. Og ekkert múður með það. Og bara fullt af fólki til að vinna. Ef við getum skaffað okkur hundrað manns, eða 150 manns, þá getur munað um það í svona bæ,“ segir Jón Vignir sem segir að Sjálfstæðisflokkurinn fái sitt atkvæði. Jón Vignir kveðst alltaf hafa kosið Sjálfstæðisflokkinn og ekki fer hann að breyta því núna.vísir/bjarni Jakob Ragnarsson, starfsmaður bensínstöðvarinnar, er sammála Jóni í því að það verði að fá fleira fólk í bæinn: „Okkur vantar iðnaðarmenn; pípara, rafvirkja, smiði og allt. Svo eru karlarnir í smiðjunum að verða gamlir. Það þarf að yngja upp,“ segir hann. Jakob segir að yngja þurfi upp í verksmiðjum bæjarins.vísir/bjarni Útlit bæjarins til stórrar skammar Og konurnar á hjúkrunarheimilinu Bergi sitja einnig í kaffi þegar við kíkjum við þar. Þær sitja sko ekki á skoðunum sínum þar. Marta Sveinbjörnsdóttir er einn af íbúum Bergs: „Mér finnst það fyrst og fremst að bæjarstjórnin og þeir sem eiga að hugsa um bæinn að þeir sjái um að hafa snyrtilegt og þrifalegt hérna. Því það er til stórrar skammar ef maður gengur hérna um bæinn hvernig hann lítur út,“ segir Marta. Marta er með það á hreinu hvað betur megi fara í Bolungarvík: Það verður að hreinsa göturnar betur og gera bæinn fallegri.vísir/bjarni Það sé alls ekki hugað nógu vel að þrifum í bænum. „Sú var tíðin að Bolungarvík var talin með þrifalegustu og fallegustu smábæjum hérna á Vestfjörðum en því miður er allt á verri veginn.“ Og Bjarnveig Sigurborg Samúelsdóttir er henni sammála: „Í næstu kosningum er náttúrulega aðalmálið að laga til í bænum. En við erum sennilega svo blönk að við getum það ekki,“ segir,“ segir Bjargveig. Hún er þó virkilega sátt við uppbyggingu bæjarins á síðustu mánuðum. Bjarnveig er ánægð með að unga fólkið sem flutti úr bænum sé að snú aftur heim í auknum mæli.vísir/bjarni „Svo ætla ég að segja það að ég er svo glöð yfir því hvað við erum að ná okkur upp með atvinnu og unga fólkið það er að koma heim. Og það gleður mig rosalega,“ segir hún. Já, allir virðast hæst ánægðir með uppbygginguna sem er að eiga sér stað á svæðinu en eins og heyra mátti eru alls kyns önnur mál sem brenna á bæjarbúum. Hvort þeim finnist K-listinn eða Sjálfstæðismenn álitlegri kostur til að taka það að sér að laga þau kemur í ljós eftir rúma viku.
Bolungarvík Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fiskeldi Vinnumarkaður Húsnæðismál Sveitarstjórnarmál Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira