Hér eru fulltrúar frá Dezeen, Vogue, Architectural Digest, DesignWanted, Forbes, BoBedre, Design Milk, Associated Press, Gray Magazine og Le Figaro til að sjá hvað íslensk hönnunarsena hefur upp á að bjóða.

„Við erum að taka á móti stórum og fjölbreyttum hópi af erlendum gestum í ár. Það er greinilega uppsöfnuð ferðaþörf þar líkt og við erum að sjá á meðal Íslendinga,“ sagði Þórey Einarsdóttir í samtali við Vísi fyrr í dag.

„Á meðal erlendu gestanna eru erlendir fjölmiðlar, DesignTalks fyrirlesara, DesignDiplomacy þátttakendur, erlendir þátttakendur sem eru að sýna á HönnunarMars og svo að sjálfsögðu almennir gestir. Í aðdraganda hátíðarinnar þá vorum við að kynna HönnunarMars í samstarfi við íslensku sendiráðin á Norðurlöndunum og það gekk vonum framar. Mín upplifun var sú að fólk er almennt áhugasamt um Íslands og finnst mikið til skapandi greina á Íslandi koma,“ segir Þórey.





HönnunarMars 2022 fer fram 4. til 8. maí. Alla dagskránna má finna á vef hátíðarinnar.
Frítt er inn á alla viðburði fyrir utan DesignTalks ráðstefnuna í Hörpu. HönnunarMars er opinn öllum og dagskráin er fjölbreytt svo allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.
Hér má finna alla okkar umfjöllun um HönnunarMars 2022.