Sjö mánaða fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. maí 2022 17:57 Maðurinn ók ítrekað undir áhrifum ýmissa vímuefna og rændi eitt sinn apótek til að verða sér úti um Oxycontin. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á föstudag dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir ítrekaðan akstur undir áhrifum vímuefna, fyrir vopnalagabrot, fyrir rán og fyrir að hafa stolið tveimur farsímum úr Smáralind í Kópavogi. Maðurinn var jafnframt sviptur ökurétti í þrjátíu mánuði. Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna. Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Dómur féll hjá Héraðsdómi Reykjaness á föstudag, 29. apríl, en maðurinn var ákærður í alls níu liðum. Hann játaði brotin fyrir dómi og var málið því tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars 2021 framið rán í lyfjaversluninni Farmasíu í Reykjavík þar sem hann og félagi hans gengu á bak við afgreiðsluborðið og veittust að starfsmanni með hótunum. Félaginn dró þar upp hamar og krafði starfsmanninn um að afhenda Oxycontin. Starfsmaðurinn afhenti eina slíka pakkningu, sem maðurinn tók með sér. Þá var hann ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa í júlí 2020 ekið bíl, sviptur ökurétti og óhæfur til að stjórna henni vegna áhrifa slævandi lyfja. Í blóði hans mældist alprazólam og amfetamín. Maðurinn var að aka austur Suðurlandsveg í Skaftárhreppi þar til aksturinn endaði með árekstri við bæinn Foss á Síðu. Maðurinn var þá ákærður fyrir umferðarlagabrot fyrir að hafa í janúar 2021 ekið bifreiðinni óhæfur til að stjórna henni undir áhrifum oxýkódon norður Sæbraut í Reykjavík þar til lögregla stöðvaði hann við Sæviðarsund. HAnn var einnig tekinn í febrúar 2021 fyrir akstur undir áhrifum alprazólams, oxýkódóns og zópíklón vestur Ásvallabraut og norður Ásbraut þar til lögreglan stöðvaði hann. Hann var sömuleiðis ákærður fyrir að hafa í apríl 2021 ekið bíl undir áhrifum alprazólams og oxýkódóns um bifreiðastæði í Hafnarfirði þar til lögregla stöðvaði hann. Auk þess hafi hann í janúar 2021 ekið undir áhrifum oxýkódóns og zolpidem um Ásbraut í Hafnarfirði en aksturinn endaði uppi á hringtorginu Hamratorgi þar sem maðurinn ók á umferðarskilti og hvolfdi bifreiðinni. Maðurinn flúði af vettvangi og sinnti þannig ekki skyldum sínum við umferðaróhapp. Hann var þá ákærður fyrir vopnalagabrot fyrir að hafa haft í vörslum sínum hnúajárn sem fannst við leit lögreglu í bílnum sem hann hvolfdi á hringtorginu Hamratorgi. Maðurinn var í annarri ákæru ákærður fyrir að hafa í mars 2021 stollið Samsung Galaxy S21 Ultra farsíma úr verslun Símans í Smáralind og að hafa stolið samskonar síma úr sömu verslun tveimur vikum síðar. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi í júní 2020 verið dæmdur til sektargreiðslu og sviptur ökurétti í fjóra mánuði fyrir lyfjaakstur og fyrir að hafa ekki ökuskírteinni meðferðis. Þá kom fram við meðferð málsins að maðurinn hafi breytt lífi sínu til hins betra og ekki komið til sögu lögreglu síðan hann framdi brotin sem maðurinn er dæmdur fyrir núna.
Dómsmál Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira