Forstjóri Sjúkratrygginga þvertekur fyrir hörku í eftirliti Árni Sæberg skrifar 1. maí 2022 13:05 María Heimisdóttir er forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Stöð 2/Egill Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands kannast ekki við að aukin harka sé komin í eftirlit stofnunarinnar með veitendum heilbrigðisþjónustu Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Formaður Læknafélags Reykjavíkur sagði í gær að Sjúkratryggingar Íslands hefðu farið mjög harkalega fram í eftirliti og endurkröfum sínum á hendur læknum og stofum undanfarið. María Heimisdóttir forstjóri Sjúkratrygginga segist ekki kannast við að stofnunin beiti aukinni hörku heldur sé hún aðeins að framfylgja lögbundinni eftirlitsskyldu sinni. „Sjúkratryggingar hafa auðvitað skyldu til að sinna eftirliti og í ljósi þess hvað við greiðum út mikið í sjúkratryggingar, við erum að greiða hátt í 130 milljarða á ári í alls konar tryggingar og þjónustu, þá er auðvitað nauðsynlegt að hafa eftirlit með því. Við höfum verið gagnrýnd í gegnum tíðina fyrir að sinna eftirliti ekki nægilega vel, meðal annars benti Læknafélagið einhvern tímann á það. Við stofnuðum nýja eftirlitsdeild fyrir einu og hálfu ári síðan og við teljum það algjörlega nauðsynlegt í okkar starfi,“ segir María. Hún segir eftirlitsdeildina hafa bætt skipulag eftirlits stofnunarinnar og nú séu skýrari verklagsreglur til staðar en áður. Læknar fái að svara fyrir sig María segir að það heyri til undantekninga að Sjúkratryggingar þurfi að hafa afskipti af læknum og þau tilvik séu langoftast leyst farsællega með samkomulagi. „Í öllum eftirlitsmálum þá er það algjör regla að þeir sem eru til eftirlits fái að leggja fram sínar skýringar og koma frekari upplýsingum á framfæri. Oft leysast mál þá ef koma fram góðar skýringar. Ef að það gerist ekki, sem er alltaf í einhverjum tilvikum, að það virðast ekki vera eðlilegar skýringar á einhverri reikningsgerð, þá fer bara málið í sinn farveg. En ég held að það sé ekki hægt að segja að við göngum fram af mikilli hörku við innheimtu,“ segir María.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58 Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Fleiri fréttir Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Sjá meira
Hótar að velta endurkröfu yfir á skjólstæðinga sína Sjúkratryggingar Íslands hafa sent frá sér tilkynningu þess efnis að sjúklingar sem njóta greiðsluþátttöku stofnunarinnar eiga ekki að bera fjárhagslegt tjón af endurkröfum sem stofnunin kann að gera á veitendur heilbrigðisþjónustu vegna óviðeigandi reikningsgerðar. 29. apríl 2022 18:58